Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2018 15:04 Bjarni Már Júlíusson hefur verið rekinn frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON þar sem þess er jafnframt getið að Þórður Ásmundsson muni taka við stöðu Bjarna til bráðabirgða. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og sér um framleiðslu og sölu raforku. Bjarni hefur þegar látið af störfum en starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.Sjá einnig: Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar „Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Áður en Bjarni tók við stöðu framkvæmdastjóra var hann forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Bjarni var ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012. Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurKlámfengnir tölvupóstar á laugardagskvöldum Einar Bárðarson, stundum titlaður umboðsmaður Íslands og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, velti fyrir sér í gær hvort ekki hefði örugglega verið #metoo bylting á Íslandi síðastliðinn vetur. Sagðist Einar hafa hitt merkilegan mann, „eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Hvorki kom fram hvert fyrirtækið væri né forstjórinn. Nú hefur Vísir fengið staðfest að Einar hafði rætt málin við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og yfirmann framkvæmdastjórans, Bjarna Más.„PR dæmi“ eða #metoo bylting? „Þessum forstjóra fannst svo í lagi að reka eina þessara kvenna sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra forstjórans. Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri.“ Einar velti upp við vini sína á Facebook hvort #metoo byltingin hefði bara verið eitthvað „PR dæmi“ og spurði hvort fólk myndi sætta sig við svona forstjóra á sínum vinnustað.Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ? Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann... Posted by Einar Bardarson on Wednesday, September 12, 2018 Úttekt á uppsögnum hjá OR Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON þar sem þess er jafnframt getið að Þórður Ásmundsson muni taka við stöðu Bjarna til bráðabirgða. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og sér um framleiðslu og sölu raforku. Bjarni hefur þegar látið af störfum en starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.Sjá einnig: Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar „Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Áður en Bjarni tók við stöðu framkvæmdastjóra var hann forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Bjarni var ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012. Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurKlámfengnir tölvupóstar á laugardagskvöldum Einar Bárðarson, stundum titlaður umboðsmaður Íslands og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, velti fyrir sér í gær hvort ekki hefði örugglega verið #metoo bylting á Íslandi síðastliðinn vetur. Sagðist Einar hafa hitt merkilegan mann, „eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Hvorki kom fram hvert fyrirtækið væri né forstjórinn. Nú hefur Vísir fengið staðfest að Einar hafði rætt málin við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og yfirmann framkvæmdastjórans, Bjarna Más.„PR dæmi“ eða #metoo bylting? „Þessum forstjóra fannst svo í lagi að reka eina þessara kvenna sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra forstjórans. Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri.“ Einar velti upp við vini sína á Facebook hvort #metoo byltingin hefði bara verið eitthvað „PR dæmi“ og spurði hvort fólk myndi sætta sig við svona forstjóra á sínum vinnustað.Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ? Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann... Posted by Einar Bardarson on Wednesday, September 12, 2018
Úttekt á uppsögnum hjá OR Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18