Að pönkast á álplötu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Árið 2015 gerðust þau óvæntu tíðindi að Manuela Carmena var kosin borgarstýra í Madríd. Hún þótti ekki beint borgarstýruleg þegar hún hélt til vinnu í neðanjarðarlest þar sem hún las bók eftir Jón Gnarr. Síðan hún komst til valda hafa menn og konur úr Lýðflokknum leitað logandi ljósi að einhverri óhæfu úr lífsleið hennar sem nota mætti til að þyrla upp gjörningaveðri. Ekki hefur þeim orðið kápan úr klæðinu nema hvað að sumir urðu alveg æfir yfir því að hún væri hætt að taka neðanjarðarlestina. Reyndar hefur ekki gengið vel að núa einhverri óhæfu um nasir nýju stjórnmálamannanna sem vilja skera upp herör gegn spillingunni. En hvað hafa þeir verið að aðhafast sem velta við hverjum steini til að finna einhver ósköp úr ævi Carmenu og félaga? Jú, þeir höfðu Madríd á sínu valdi og seldu þá félagsíbúðir á slikk sem hrægammasjóðir hafa nú margfaldað í verði, þeir seldu vopn til Sádi-Arabíu, hringdu í dómara til að fá hann til að finna skít á mótherja sína og það væri síðan of langt mál að fara yfir alla þá spillingu sem þeir voru að dunda sér við og hefur nú kostað ófáa frelsið. Carmena hefði örugglega gaman af sögunni um það hvað sumir eru ákafir í að finna for í fari Jóns Gnarr. Meira að segja svo að þeir pönkuðust yfir álplötu líkt og Panamasjóður væri. En kannski er þetta engin gamansaga heldur áminning um það að sú iðja að rýna í allar mögulegar reglur í þeirri von að einhver rekist þar illilega á getur verið óheilsusamleg. Og það að kannski er ekki til meira flekkleysi en einmitt það að velta sér ekki upp úr forinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun
Árið 2015 gerðust þau óvæntu tíðindi að Manuela Carmena var kosin borgarstýra í Madríd. Hún þótti ekki beint borgarstýruleg þegar hún hélt til vinnu í neðanjarðarlest þar sem hún las bók eftir Jón Gnarr. Síðan hún komst til valda hafa menn og konur úr Lýðflokknum leitað logandi ljósi að einhverri óhæfu úr lífsleið hennar sem nota mætti til að þyrla upp gjörningaveðri. Ekki hefur þeim orðið kápan úr klæðinu nema hvað að sumir urðu alveg æfir yfir því að hún væri hætt að taka neðanjarðarlestina. Reyndar hefur ekki gengið vel að núa einhverri óhæfu um nasir nýju stjórnmálamannanna sem vilja skera upp herör gegn spillingunni. En hvað hafa þeir verið að aðhafast sem velta við hverjum steini til að finna einhver ósköp úr ævi Carmenu og félaga? Jú, þeir höfðu Madríd á sínu valdi og seldu þá félagsíbúðir á slikk sem hrægammasjóðir hafa nú margfaldað í verði, þeir seldu vopn til Sádi-Arabíu, hringdu í dómara til að fá hann til að finna skít á mótherja sína og það væri síðan of langt mál að fara yfir alla þá spillingu sem þeir voru að dunda sér við og hefur nú kostað ófáa frelsið. Carmena hefði örugglega gaman af sögunni um það hvað sumir eru ákafir í að finna for í fari Jóns Gnarr. Meira að segja svo að þeir pönkuðust yfir álplötu líkt og Panamasjóður væri. En kannski er þetta engin gamansaga heldur áminning um það að sú iðja að rýna í allar mögulegar reglur í þeirri von að einhver rekist þar illilega á getur verið óheilsusamleg. Og það að kannski er ekki til meira flekkleysi en einmitt það að velta sér ekki upp úr forinni.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun