Óábyrgt að búast við lengsta hagvaxtartíma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2018 08:00 Þrjár fjármálaáætlanir hafa verið lagðar fyrir þingið á jafnmörgum árum. Samtök atvinnulífsins telja margt athugavert í þeirri nýjustu. VÍSIR/ERNIR Samtök atvinnulífsins (SA) telja gert ráð fyrir of litlum rekstarafgangi í nýrri fjármálastefnu sem liggur fyrir á Alþingi. Að auki setja samtökin út á hve löngu hagvaxtarskeiði er búist við í stefnunni og að ekki séu dregnar upp aðrar mögulegar sviðsmyndir. Þetta er meðal þess sem segir í umsögn SA um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. „Þetta er þriðja fjármálastefnan á jafnmörgum árum. Í raun er ekki mikil breyting frá fyrri stefnum en það sem einkennir þær allar er að gengið er út frá þeirri forsendu að hér verði eitt lengsta hagvaxtarskeiði sem við höfum upplifað í áratugi. “ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. Í stefnunni er gert ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram til ársins 2022 en það myndi þýða að hagvaxtartímabilið nú teygði sig yfir ellefu ár. Almennt þá hafa hagvaxtarskeið á Íslandi varað í sex til sjö ár. Undanfarnar vikur hefur hagkerfið sýnt viss merki þess að hjól hagkerfisins snúist aðeins hægar en áður. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.SAHækkandi launakostnaður hefur haft áhrif hjá mörgum fyrirtækjum og spár nú gera ráð fyrir minni hagvexti en undanfarin ár. „Það eru vísbendingar um að hér sé að hægja mjög hratt á hagkerfinu. Sé hagvöxturinn settur í samhengi við hinn agnarsmáa afgang sem gert er ráð fyrir þá má lítið út af bregða áður en við erum í hallarekstri.“ Í umsögn SA eru settar fram sviðsmyndir sem sýna afkomu ríkissjóðs með tilliti til mismunandi hagvaxtarforsendna. Verði hann til að mynda prósentustigi minni en stefnan gerir ráð fyrir má áætla að afgangur verði helmingi minni. „Það er mikilvægt að aðhalds sé gætt á tímum uppgangs. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn því það mun margborga sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan nú gerir meira að segja ráð fyrir minni afgangi en sú fyrri sem er gagnrýnivert,“ segir Ásdís. Hún segir einnig gagnrýnivert hversu lítil áhersla sé lögð á að draga úr umsvifum hins opinbera þó þau séu ein þau mestu meðal OECD. Ísland sé háskattaríki og stjórnvöld verði að skapa svigrúm til að lækka skatta. „Aukin útgjöld eru ekki ávísun á betri þjónustu. Það skiptir auðvitað máli hvernig er farið með skattfé landsmanna. Illa nýtt skattfé er ekkert annað en sóun á fjármagni og miður að sjá stjórnmálamenn kalla sífellt eftir auknum útgjöldum en gleyma eftirfylgninni. Það er eitt af því sem við köllum eftir í væntanlegri fjármálaáætlun,“ segir Ásdís. Þá setur SA út á útfærslu á reglum um opinber fjármál. Telja þau gagnrýnivert að afkomureglan sem stjórnvöld horfa til leiðrétti ekki fyrir hagsveiflunni. „Í núverandi mynd tryggir afkomureglan ekki það aðhald sem þarf á tímum uppgangs,“ segir Ásdís. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) telja gert ráð fyrir of litlum rekstarafgangi í nýrri fjármálastefnu sem liggur fyrir á Alþingi. Að auki setja samtökin út á hve löngu hagvaxtarskeiði er búist við í stefnunni og að ekki séu dregnar upp aðrar mögulegar sviðsmyndir. Þetta er meðal þess sem segir í umsögn SA um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. „Þetta er þriðja fjármálastefnan á jafnmörgum árum. Í raun er ekki mikil breyting frá fyrri stefnum en það sem einkennir þær allar er að gengið er út frá þeirri forsendu að hér verði eitt lengsta hagvaxtarskeiði sem við höfum upplifað í áratugi. “ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. Í stefnunni er gert ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram til ársins 2022 en það myndi þýða að hagvaxtartímabilið nú teygði sig yfir ellefu ár. Almennt þá hafa hagvaxtarskeið á Íslandi varað í sex til sjö ár. Undanfarnar vikur hefur hagkerfið sýnt viss merki þess að hjól hagkerfisins snúist aðeins hægar en áður. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.SAHækkandi launakostnaður hefur haft áhrif hjá mörgum fyrirtækjum og spár nú gera ráð fyrir minni hagvexti en undanfarin ár. „Það eru vísbendingar um að hér sé að hægja mjög hratt á hagkerfinu. Sé hagvöxturinn settur í samhengi við hinn agnarsmáa afgang sem gert er ráð fyrir þá má lítið út af bregða áður en við erum í hallarekstri.“ Í umsögn SA eru settar fram sviðsmyndir sem sýna afkomu ríkissjóðs með tilliti til mismunandi hagvaxtarforsendna. Verði hann til að mynda prósentustigi minni en stefnan gerir ráð fyrir má áætla að afgangur verði helmingi minni. „Það er mikilvægt að aðhalds sé gætt á tímum uppgangs. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn því það mun margborga sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan nú gerir meira að segja ráð fyrir minni afgangi en sú fyrri sem er gagnrýnivert,“ segir Ásdís. Hún segir einnig gagnrýnivert hversu lítil áhersla sé lögð á að draga úr umsvifum hins opinbera þó þau séu ein þau mestu meðal OECD. Ísland sé háskattaríki og stjórnvöld verði að skapa svigrúm til að lækka skatta. „Aukin útgjöld eru ekki ávísun á betri þjónustu. Það skiptir auðvitað máli hvernig er farið með skattfé landsmanna. Illa nýtt skattfé er ekkert annað en sóun á fjármagni og miður að sjá stjórnmálamenn kalla sífellt eftir auknum útgjöldum en gleyma eftirfylgninni. Það er eitt af því sem við köllum eftir í væntanlegri fjármálaáætlun,“ segir Ásdís. Þá setur SA út á útfærslu á reglum um opinber fjármál. Telja þau gagnrýnivert að afkomureglan sem stjórnvöld horfa til leiðrétti ekki fyrir hagsveiflunni. „Í núverandi mynd tryggir afkomureglan ekki það aðhald sem þarf á tímum uppgangs,“ segir Ásdís.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira