Krefja Spotify um 1,6 milljarð dala Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 10:38 Spotify var stofnað í Svíþjóð árið 2008 og hefur fjöldi notenda stækkað hratt síðan. vísir/getty Útgáfufyrirtækið Wixen Music Publishing Inc. hefur stefnt streymiþjónustunni Spotify með kröfu upp á 1,6 milljarða dala (núvirði 166 milljarða króna) fyrir að hafa streymt þúsundum laga heimsfrægra listamanna og hljómsveita án leyfis, en þeirra á meðal má nefna Tom Petty, Neil Young og The Doors. Reuters og BBC greina frá. Wixen er leyfishafi laganna sem um ræðir en þar má til að mynda nefna „Free Fallin“ með Tom Petty og „Light My Fire“ með The Doors. Segir þó að lögin séu yfir 10 þúsund og krefst Wixen um 150 þúsund dala frá Spotify fyrir hvert lag. Forsvarsmenn Spotify, sem stofnað var í Svíþjóð árið 2008, hafa neitað að tjá sig um málið hingað til. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Spotify kemst í hann krappan fyrir að notast við lög í leyfisleysi en fyrirtækið þurfti að reiða fram 30 milljónir dala til National Music Publishers Association árið 2016 fyrir svipaðar sakir. Fyrirtækið hefur auk þess sætt töluverðri gagnrýni tónlistarmanna víða um heim fyrir að lágar greiðslur á hvert lag sem streymt er. Í hvert skipti sem lagi er streymt hjá þjónustunni fær listamaðurinn eða hljómsveitin sem lagið flytur 0,0038 dali. Tónlist Tengdar fréttir Spotify tapaði 60 milljörðum Sænska streymiþjónustan Spotify bætti við sig notendum á síðasta ári og nota nú 140 milljónir manna þjónustuna mánaðarlega. 16. júní 2017 07:00 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Útgáfufyrirtækið Wixen Music Publishing Inc. hefur stefnt streymiþjónustunni Spotify með kröfu upp á 1,6 milljarða dala (núvirði 166 milljarða króna) fyrir að hafa streymt þúsundum laga heimsfrægra listamanna og hljómsveita án leyfis, en þeirra á meðal má nefna Tom Petty, Neil Young og The Doors. Reuters og BBC greina frá. Wixen er leyfishafi laganna sem um ræðir en þar má til að mynda nefna „Free Fallin“ með Tom Petty og „Light My Fire“ með The Doors. Segir þó að lögin séu yfir 10 þúsund og krefst Wixen um 150 þúsund dala frá Spotify fyrir hvert lag. Forsvarsmenn Spotify, sem stofnað var í Svíþjóð árið 2008, hafa neitað að tjá sig um málið hingað til. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Spotify kemst í hann krappan fyrir að notast við lög í leyfisleysi en fyrirtækið þurfti að reiða fram 30 milljónir dala til National Music Publishers Association árið 2016 fyrir svipaðar sakir. Fyrirtækið hefur auk þess sætt töluverðri gagnrýni tónlistarmanna víða um heim fyrir að lágar greiðslur á hvert lag sem streymt er. Í hvert skipti sem lagi er streymt hjá þjónustunni fær listamaðurinn eða hljómsveitin sem lagið flytur 0,0038 dali.
Tónlist Tengdar fréttir Spotify tapaði 60 milljörðum Sænska streymiþjónustan Spotify bætti við sig notendum á síðasta ári og nota nú 140 milljónir manna þjónustuna mánaðarlega. 16. júní 2017 07:00 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Spotify tapaði 60 milljörðum Sænska streymiþjónustan Spotify bætti við sig notendum á síðasta ári og nota nú 140 milljónir manna þjónustuna mánaðarlega. 16. júní 2017 07:00