Tvær dramatískar endurkomur Selfyssinga á móti Haukunum í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 16:45 Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. vísir/stefán Haukar taka í kvöld á móti toppliði Selfoss í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en áttundu umferðinni lýkur með þessum leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.30. Selfossliðið vann báða deildarleiki liðanna í fyrra en í þeim báðum voru Haukarnir yfir í hálfleik en Selfyssingar síðan sterkari á spennuþrungnum lokamínútum. Það var mikil spenna í leikjunum tveimur sem lofar góðu fyrir leik kvöldsins. Seinni bylgjan mun síðan fara yfir þennan leik sem og alla umferðina eftir leikinn. Í báðum leikjum í fyrra var dramatíkin allsráðandi í lokin og í þeim báðum skoruðu Selfyssingar sigurmörk. Alexander Már Egan skoraði sigurmarkið á Ásvöllum í október en Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið á Selfossi í febrúar. Haukar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, í fyrri leiknum á Ásvöllum en Selfossliðið vann seinni hálfleikinn 16-10 og þar með leikinn 24-23. Í seinni leiknum voru Haukarnir reyndar aðeins einu marki yfir í hálfleik, 14-13, en voru enn þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Selfyssingar tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörkin. Haukarnir ættu heldur betur að vera brenndir af þessum tveimur leikjum í fyrra þar sem þeir voru yfir stóran hlut leiksins en uppskáru engin stig. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Haukarnir gera í kvöld og hvort þeim takist að hefna fyrir hrakfarirnar í fyrra. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig Selfyssingar snéru við þessum tveimur leikjum á móti Haukum í deildarkeppnini á síðasta tímabili.Lokamínúturnar á Selfossi 18. febrúar 2018Staðan er 25-22 fyrir Haukum egar rúmar fjórar mínútur eru eftir [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (23-25) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (24-25) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (25-25) [S] Elvar Örn Jónsson skorar sigurmark Selfoss (26-25) 4-0 kafli hjá SelfossiSelfoss vinnur leikinn 26-25Súðustu 25 mínúturnar á Ásvöllum 22. október 2017Staðan er 16-10 fyrir Haukum þegar 25 mínútur eru eftir [S] Teitur Örn Einarsson skorar fyrir Selfoss (11-16) [S] Teitur Örn Einarsson skorar fyrir Selfoss (12-16) [S] Hergeir Grímsson skorar fyrir Selfoss (13-16) [S] Alexander Már Egan skorar fyrir Selfoss (14-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (15-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (16-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (17-16) Hákon Daði Styrmisson skorar fyrir Hauka (17-17) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (18-17) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (18-18) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (18-19) [S] Hergeir Grímsson skorar fyrir Selfoss (19-19) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (19-20) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (20-20) Atli Már Báruson skorar fyrir Hauka (20-21) [S] Atli Ævar Ingólfsson skorar fyrir Selfoss (21-21) [S] Alexander Már Egan skorar fyrir Selfoss (22-21) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (22-22) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (23-22) Heimir Óli Heimisson skorar fyrir Hauka (23-23) [S] Alexander Már Egan skorar sigurmark Selfoss (24-23) 14-8 kafli hjá SelfossiSelfoss vinnur leikinn 24-23 Olís-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Haukar taka í kvöld á móti toppliði Selfoss í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en áttundu umferðinni lýkur með þessum leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.30. Selfossliðið vann báða deildarleiki liðanna í fyrra en í þeim báðum voru Haukarnir yfir í hálfleik en Selfyssingar síðan sterkari á spennuþrungnum lokamínútum. Það var mikil spenna í leikjunum tveimur sem lofar góðu fyrir leik kvöldsins. Seinni bylgjan mun síðan fara yfir þennan leik sem og alla umferðina eftir leikinn. Í báðum leikjum í fyrra var dramatíkin allsráðandi í lokin og í þeim báðum skoruðu Selfyssingar sigurmörk. Alexander Már Egan skoraði sigurmarkið á Ásvöllum í október en Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið á Selfossi í febrúar. Haukar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, í fyrri leiknum á Ásvöllum en Selfossliðið vann seinni hálfleikinn 16-10 og þar með leikinn 24-23. Í seinni leiknum voru Haukarnir reyndar aðeins einu marki yfir í hálfleik, 14-13, en voru enn þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Selfyssingar tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörkin. Haukarnir ættu heldur betur að vera brenndir af þessum tveimur leikjum í fyrra þar sem þeir voru yfir stóran hlut leiksins en uppskáru engin stig. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Haukarnir gera í kvöld og hvort þeim takist að hefna fyrir hrakfarirnar í fyrra. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig Selfyssingar snéru við þessum tveimur leikjum á móti Haukum í deildarkeppnini á síðasta tímabili.Lokamínúturnar á Selfossi 18. febrúar 2018Staðan er 25-22 fyrir Haukum egar rúmar fjórar mínútur eru eftir [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (23-25) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (24-25) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (25-25) [S] Elvar Örn Jónsson skorar sigurmark Selfoss (26-25) 4-0 kafli hjá SelfossiSelfoss vinnur leikinn 26-25Súðustu 25 mínúturnar á Ásvöllum 22. október 2017Staðan er 16-10 fyrir Haukum þegar 25 mínútur eru eftir [S] Teitur Örn Einarsson skorar fyrir Selfoss (11-16) [S] Teitur Örn Einarsson skorar fyrir Selfoss (12-16) [S] Hergeir Grímsson skorar fyrir Selfoss (13-16) [S] Alexander Már Egan skorar fyrir Selfoss (14-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (15-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (16-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (17-16) Hákon Daði Styrmisson skorar fyrir Hauka (17-17) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (18-17) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (18-18) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (18-19) [S] Hergeir Grímsson skorar fyrir Selfoss (19-19) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (19-20) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (20-20) Atli Már Báruson skorar fyrir Hauka (20-21) [S] Atli Ævar Ingólfsson skorar fyrir Selfoss (21-21) [S] Alexander Már Egan skorar fyrir Selfoss (22-21) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (22-22) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (23-22) Heimir Óli Heimisson skorar fyrir Hauka (23-23) [S] Alexander Már Egan skorar sigurmark Selfoss (24-23) 14-8 kafli hjá SelfossiSelfoss vinnur leikinn 24-23
Olís-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira