Seðlabankinn með neikvætt eigið fé Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Eigið fé Seðlabanka Íslands var neikvætt upp á 1,5 milljarða króna í lok síðasta mánaðar samkvæmt nýbirtum tölum úr efnahagsreikningi bankans. Heildareignir bankans námu 739,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu um 5,8 milljarða í mánuðinum en skuldirnar námu á sama tíma 740,6 milljörðum króna. Lækkuðu þær um 2,8 milljarða króna í mánuðinum. Af heildareignum Seðlabankans námu erlendar eignir, sem eru ávaxtaðar á lágum vöxtum erlendis, 668,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu þær um 3,6 milljarða í mánuðinum. Innlendar skuldir bankans voru hins vegar 698,8 milljarðar króna í lok mánaðarins og lækkuðu um 4,1 milljarð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ræðu sinni á ársfundi bankans í fyrra að framreikningar til ársins 2025 sýndu að afkoma Seðlabankans yrði að óbreyttu neikvæð frá og með þessu ári um 18 milljarða króna á ári og að eigið fé bankans yrði neikvætt í framhaldinu. Ástæðan væri sú að gjaldeyrisforði bankans væri fjárfestur á sögulega lágum vöxtum erlendis en krónuskuldir bankans bæru mun hærri vexti. Í viðtali við Markaðinn í desember í fyrra sagði Már að sá möguleiki væri fyrir hendi að skipta gjaldeyrisforðanum upp í þrjá hluta. Einn hlutinn samanstæði þá af öruggum eignum sem væru ávallt tiltækar innan dags. Öðrum hluta yrði ráðstafað í áhættusamari og lengri fjárfestingar sem gætu gefið betri ávöxtun og þriðji hlutinn yrði settur í fjárfestingar til verulega langs tíma. „Við höfum upp á síðkastið verið að vinna í því að fara yfir rammann á fjárfestingarstefnu gjaldeyrisforðans í þeim tilgangi að ná betri ávöxtun án þess þó að taka of mikla áhættu,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Eigið fé Seðlabanka Íslands var neikvætt upp á 1,5 milljarða króna í lok síðasta mánaðar samkvæmt nýbirtum tölum úr efnahagsreikningi bankans. Heildareignir bankans námu 739,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu um 5,8 milljarða í mánuðinum en skuldirnar námu á sama tíma 740,6 milljörðum króna. Lækkuðu þær um 2,8 milljarða króna í mánuðinum. Af heildareignum Seðlabankans námu erlendar eignir, sem eru ávaxtaðar á lágum vöxtum erlendis, 668,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu þær um 3,6 milljarða í mánuðinum. Innlendar skuldir bankans voru hins vegar 698,8 milljarðar króna í lok mánaðarins og lækkuðu um 4,1 milljarð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ræðu sinni á ársfundi bankans í fyrra að framreikningar til ársins 2025 sýndu að afkoma Seðlabankans yrði að óbreyttu neikvæð frá og með þessu ári um 18 milljarða króna á ári og að eigið fé bankans yrði neikvætt í framhaldinu. Ástæðan væri sú að gjaldeyrisforði bankans væri fjárfestur á sögulega lágum vöxtum erlendis en krónuskuldir bankans bæru mun hærri vexti. Í viðtali við Markaðinn í desember í fyrra sagði Már að sá möguleiki væri fyrir hendi að skipta gjaldeyrisforðanum upp í þrjá hluta. Einn hlutinn samanstæði þá af öruggum eignum sem væru ávallt tiltækar innan dags. Öðrum hluta yrði ráðstafað í áhættusamari og lengri fjárfestingar sem gætu gefið betri ávöxtun og þriðji hlutinn yrði settur í fjárfestingar til verulega langs tíma. „Við höfum upp á síðkastið verið að vinna í því að fara yfir rammann á fjárfestingarstefnu gjaldeyrisforðans í þeim tilgangi að ná betri ávöxtun án þess þó að taka of mikla áhættu,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira