Útlit Smjörva breytist ýmsum til hrellingar Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2018 13:35 Umbúðir Smjörva taka stakkaskiptum mörgum vanaföstum manninum til mikillar hrellingar. „Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundrað kallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börn mín fái að kynnast lífinu eftir siðrofið,“ segir Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur á Twitter. Gylfa er illa brugðið vegna þess að MS hyggst breyta um útlit á Smjörva, viðbiti sínu. Siðrof? Gylfi setur þetta vissulega fram í gamansömum tóni en engu að síður, hér er um nokkrar útlitsbreytingar að ræða sem varða flest heimili í landinu. Þannig að þeir hinir íhaldssömu ættu að setja sig í stellingar. Hvað er að gerast?Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundraðkallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börnin mín fái að kynnast lífinu fyrir siðrofið. pic.twitter.com/nTXEEDmXNm— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 8, 2018 Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS, hefur fullan skilning á þessu uppnámi, í sjálfu sér. Hún segir Mjólkursamsöluna eigi margar ástsælar vörur í huga þjóðarinnar, sem hafa verið í framleiðslu í áratugi. Sunna bendir á að fyrirtækið eigi rætur að rekja til ársins 1927 en hafi starfað í núverandi mynd frá 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir hjá MS er sérfróð um Smjörva og útlitsbreytingar á viðbitinu því.„Smjörvi var kynntur á blaðamannafundi árið 1981 í Osta- og smjörsölunni og var þá framleiddur af KEA á Akureyri og Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Var unnið að vinnslu og sölu hans í samvinnu við Svía. Kaupmenn á þeim tíma tóku þessari nýjung fagnandi og seldist strax vel af Smjörva. Í dag selst hann en vel en nú er hann framleiddur í mjólkurbúi Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá MS Selfoss. Umbúðirnar hafa þó breyst aðeins á þessum 37 árum,“ segir Sunna sem er með allt á hreinu um Smjörva og umbúðirnar.Enska tungumálið bætist við Hún segir að vöruþróunarteymi Mjólkursamsölunnar hniki oft lítillega til í hönnun umbúðanna án þess að neytendur veiti því sérstaka athygli. „En, í þetta skiptið var ákveðið að fara í meiri breytingar sem þó vísa í umbúðirnar sem allir þekkja. Ferlið tók um tvo mánuði en til dæmis var áhersla var lögð á að halda sömu leturgerð og sama lit. Ennemm auglýsingastofa sá um hönnunina fyrir Mjólkursamsöluna.“Nokkur þróun hefur orðið útliti umbúða Smjörva, en þó aldrei eins miklar og nú.MS-fólk segir að verið sé að reyna að gera Smjörvann meira hluta af nútímanum þar sem skilaboð um umhverfismál eru meira áberandi og enska tungumálið bætist við.Nú er komin ensk merking á lokið sem hjálpar erlendum neytendum og skýrari hvatning til endurvinnslu á umbúðunum þar sem auðvelt er að taka pappann af plastinu og setja í endurvinnslu. „Uppskriftin hefur þó ekkert breyst með nýjum umbúðum. Með þessum umbúðabreytingum fylgir þó nýr bróður fyrir Smjörva, Létt Smjörvi, sem er fituminni en sá hefðbundni og kemur hann að mörgu leyti í stað Létt og laggotts sem hvarf af markaði fyrir nokkrum vikum,“ segir Sunna. Neytendur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundrað kallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börn mín fái að kynnast lífinu eftir siðrofið,“ segir Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur á Twitter. Gylfa er illa brugðið vegna þess að MS hyggst breyta um útlit á Smjörva, viðbiti sínu. Siðrof? Gylfi setur þetta vissulega fram í gamansömum tóni en engu að síður, hér er um nokkrar útlitsbreytingar að ræða sem varða flest heimili í landinu. Þannig að þeir hinir íhaldssömu ættu að setja sig í stellingar. Hvað er að gerast?Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundraðkallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börnin mín fái að kynnast lífinu fyrir siðrofið. pic.twitter.com/nTXEEDmXNm— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 8, 2018 Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS, hefur fullan skilning á þessu uppnámi, í sjálfu sér. Hún segir Mjólkursamsöluna eigi margar ástsælar vörur í huga þjóðarinnar, sem hafa verið í framleiðslu í áratugi. Sunna bendir á að fyrirtækið eigi rætur að rekja til ársins 1927 en hafi starfað í núverandi mynd frá 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir hjá MS er sérfróð um Smjörva og útlitsbreytingar á viðbitinu því.„Smjörvi var kynntur á blaðamannafundi árið 1981 í Osta- og smjörsölunni og var þá framleiddur af KEA á Akureyri og Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Var unnið að vinnslu og sölu hans í samvinnu við Svía. Kaupmenn á þeim tíma tóku þessari nýjung fagnandi og seldist strax vel af Smjörva. Í dag selst hann en vel en nú er hann framleiddur í mjólkurbúi Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá MS Selfoss. Umbúðirnar hafa þó breyst aðeins á þessum 37 árum,“ segir Sunna sem er með allt á hreinu um Smjörva og umbúðirnar.Enska tungumálið bætist við Hún segir að vöruþróunarteymi Mjólkursamsölunnar hniki oft lítillega til í hönnun umbúðanna án þess að neytendur veiti því sérstaka athygli. „En, í þetta skiptið var ákveðið að fara í meiri breytingar sem þó vísa í umbúðirnar sem allir þekkja. Ferlið tók um tvo mánuði en til dæmis var áhersla var lögð á að halda sömu leturgerð og sama lit. Ennemm auglýsingastofa sá um hönnunina fyrir Mjólkursamsöluna.“Nokkur þróun hefur orðið útliti umbúða Smjörva, en þó aldrei eins miklar og nú.MS-fólk segir að verið sé að reyna að gera Smjörvann meira hluta af nútímanum þar sem skilaboð um umhverfismál eru meira áberandi og enska tungumálið bætist við.Nú er komin ensk merking á lokið sem hjálpar erlendum neytendum og skýrari hvatning til endurvinnslu á umbúðunum þar sem auðvelt er að taka pappann af plastinu og setja í endurvinnslu. „Uppskriftin hefur þó ekkert breyst með nýjum umbúðum. Með þessum umbúðabreytingum fylgir þó nýr bróður fyrir Smjörva, Létt Smjörvi, sem er fituminni en sá hefðbundni og kemur hann að mörgu leyti í stað Létt og laggotts sem hvarf af markaði fyrir nokkrum vikum,“ segir Sunna.
Neytendur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira