Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. janúar 2018 11:13 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. vísir/Ernir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. Þorsteinn bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og gaf hann lítið fyrir málflutning ákæruvaldsins. Þorsteinn skrifaði undir lánveitingar til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna Glitnis vorið 2008. Lánin voru upp á samtals 6,8 milljarða króna og voru þau til þess að kaupa hlutabréf í Glitni en bankinn sjálfur átti bréfin. Þorsteinn sagði að þessi viðskipti hafi einungis verið hluti af hvatakerfi bankans og var ætlað að tryggja þess að lykilstarfsmenn störfuðu áfram hjá bankanum. „Þessar túlkanir í dag sem er búið að búa til síðustu ár hafa ekkert með þetta að gera. Ég treysti þessu fólki, ég treysti Lárusi Welding,“ sagði Þorsteinn.Hluti af „showinu“ Þorsteinn sagðist sjálfur hafa haft stöðu sakbornings í sex ár og sagði að illa væri farið með fólk í málum er tengjast hruninu. „Þetta er hluti af „showinu“ og ég er sjálfur búinn að vera í yfirheyrslum og það er ekkert verið að reyna að fá út plúsa og mínusa. Það er alveg ljóst hver er tilgangurinn. Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn. Það er ekkert annað sem þetta mál snýst um að hálfu saksóknara.“ Þorsteinn fór nokkuð langt út fyrir spurningu Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar Welding, að mati dómara. Sagðist þá Þorsteinn vera að fjalla um málið. „Þú átt ekki að vera að fjalla hér um eitt eða neitt, þú átt að svara spurningum verjenda,” var svar Arngríms Ísberg, dómara. Þorsteinn segist hafa fyrst viðrað hugmyndir um breytingar á hvatafyrirkomulagi bankans á aðalfundi bankans í febrúar 2008 þegar hann var kjörinn í stjórn. „Ég taldi æskilegt að æðstu stjórnendur ættu hlutabréf í bankanum.“Lárus Welding ásamt verjanda sínum, Óttari Pálssyni.Vísir/Anton BrinkEkki ný hugmynd að starfsmenn eigi bréf í fyrirtæki Hann sagði að það væri ekki ný hugmynd Lárusar Welding að starfsmönnum væri hjálpað til að eignast bréf í banka, eða öðru fyrirtæki sem þeir vinna hjá og að slíkt hafi viðgengist lengi. „Öll fyrirtæki eru rekin á góðu fólki og traustu fólki. Þess vegna voru meðal annars gerðar breytingar á stjórnendateymum og svo framvegis í þá átt að fólk væri að tryggja sér gott fólk til framtíðar. Það var mjög mikilvægt að það var það sem var verið að vinna að.“ Þorsteinn sat ekki á skoðunum sínum um málið í skýrslu sinni og nefndi ítrekað að tíu ár væru liðin síðan brotin áttu sér stað sem ákært er fyrir. „Það sýnir fáránleika málsins að maður sé staddur hérna tíu árum seinna.“Gaf lítið fyrir „eftiráskýringar“ saksóknara Sagði Þorsteinn jafnframt að hugtök sem notast er við í málinu, líkt og markaðsmisnotkun og umboðssvik. Sagði hann skilgreiningar saksóknara eftiráskýringar og að málið hafi ekkert með markaðsmisnotkun að gera. „Varðandi hleranir og slíkt, þar hefur sérstakur saksóknari unnið á óheiðarlegan hátt. Lárus Welding og við sem vorum að vinna í bankanum, við vorum að vinna á heiðarlegan hátt.“ Bað dómari Þorstein þá að halda sig við spurningar verjenda og sagðist Þorsteinn vera að meta aðstæður. „Þú átt ekki að vera að meta neitt, þú ert hér sem vitni,“ sagði dómari þá. Þorsteinn sagði að enginn hefði tekið þátt í lánveitingum upp á sjö milljarða króna ef grunur hefði verið uppi að um markaðsmisnotkun væri að ræða. Jafnframt sagði hann að tíminn fyrir hrun hafi verið málaður sem neikvæður og óheiðarlegur síðustu ár meðal annars af fjölmiðlum. Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. Þorsteinn bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og gaf hann lítið fyrir málflutning ákæruvaldsins. Þorsteinn skrifaði undir lánveitingar til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna Glitnis vorið 2008. Lánin voru upp á samtals 6,8 milljarða króna og voru þau til þess að kaupa hlutabréf í Glitni en bankinn sjálfur átti bréfin. Þorsteinn sagði að þessi viðskipti hafi einungis verið hluti af hvatakerfi bankans og var ætlað að tryggja þess að lykilstarfsmenn störfuðu áfram hjá bankanum. „Þessar túlkanir í dag sem er búið að búa til síðustu ár hafa ekkert með þetta að gera. Ég treysti þessu fólki, ég treysti Lárusi Welding,“ sagði Þorsteinn.Hluti af „showinu“ Þorsteinn sagðist sjálfur hafa haft stöðu sakbornings í sex ár og sagði að illa væri farið með fólk í málum er tengjast hruninu. „Þetta er hluti af „showinu“ og ég er sjálfur búinn að vera í yfirheyrslum og það er ekkert verið að reyna að fá út plúsa og mínusa. Það er alveg ljóst hver er tilgangurinn. Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn. Það er ekkert annað sem þetta mál snýst um að hálfu saksóknara.“ Þorsteinn fór nokkuð langt út fyrir spurningu Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar Welding, að mati dómara. Sagðist þá Þorsteinn vera að fjalla um málið. „Þú átt ekki að vera að fjalla hér um eitt eða neitt, þú átt að svara spurningum verjenda,” var svar Arngríms Ísberg, dómara. Þorsteinn segist hafa fyrst viðrað hugmyndir um breytingar á hvatafyrirkomulagi bankans á aðalfundi bankans í febrúar 2008 þegar hann var kjörinn í stjórn. „Ég taldi æskilegt að æðstu stjórnendur ættu hlutabréf í bankanum.“Lárus Welding ásamt verjanda sínum, Óttari Pálssyni.Vísir/Anton BrinkEkki ný hugmynd að starfsmenn eigi bréf í fyrirtæki Hann sagði að það væri ekki ný hugmynd Lárusar Welding að starfsmönnum væri hjálpað til að eignast bréf í banka, eða öðru fyrirtæki sem þeir vinna hjá og að slíkt hafi viðgengist lengi. „Öll fyrirtæki eru rekin á góðu fólki og traustu fólki. Þess vegna voru meðal annars gerðar breytingar á stjórnendateymum og svo framvegis í þá átt að fólk væri að tryggja sér gott fólk til framtíðar. Það var mjög mikilvægt að það var það sem var verið að vinna að.“ Þorsteinn sat ekki á skoðunum sínum um málið í skýrslu sinni og nefndi ítrekað að tíu ár væru liðin síðan brotin áttu sér stað sem ákært er fyrir. „Það sýnir fáránleika málsins að maður sé staddur hérna tíu árum seinna.“Gaf lítið fyrir „eftiráskýringar“ saksóknara Sagði Þorsteinn jafnframt að hugtök sem notast er við í málinu, líkt og markaðsmisnotkun og umboðssvik. Sagði hann skilgreiningar saksóknara eftiráskýringar og að málið hafi ekkert með markaðsmisnotkun að gera. „Varðandi hleranir og slíkt, þar hefur sérstakur saksóknari unnið á óheiðarlegan hátt. Lárus Welding og við sem vorum að vinna í bankanum, við vorum að vinna á heiðarlegan hátt.“ Bað dómari Þorstein þá að halda sig við spurningar verjenda og sagðist Þorsteinn vera að meta aðstæður. „Þú átt ekki að vera að meta neitt, þú ert hér sem vitni,“ sagði dómari þá. Þorsteinn sagði að enginn hefði tekið þátt í lánveitingum upp á sjö milljarða króna ef grunur hefði verið uppi að um markaðsmisnotkun væri að ræða. Jafnframt sagði hann að tíminn fyrir hrun hafi verið málaður sem neikvæður og óheiðarlegur síðustu ár meðal annars af fjölmiðlum.
Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira