Látinn borga fyrir fyrri flugleið til að halda þeirri seinni Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. janúar 2018 17:45 Skilmálarnir eru til endurskoðunar segir upplýsingafulltrúi Icelandair. Vísir/Vilhelm Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda eigi það pantað flug með sama félagi heim. Theódór Hjalti Valsson lenti í slíku en hann greinir frá reynslu sinni á Facebook. Átti Theódór bókað flug til Osló með Icelandair nú í morgun en vegna óhapps, sem varð þess valdandi að hann er nú í gifsi, má hann ekki fljúga. Hann mun því koma sér til Oslóar með öðrum leiðum en á pantað flug heim til Íslands, frá Osló, með flugfélaginu í lok mánaðar og ákvað því í gærkvöldi að hringja til þess að láta vita að hann myndi þó mæta í það flug. Fékk hann þau skilaboð að greiða þyrfti breytingargjald og fargjaldamismun í ofanálag vildi hann geta innritað sig í það flug. Í samtali við Vísi segir hann að upphæðin sem hann þurfti að reiða fram hafi numið tæplega 24 þúsund krónum. Um 16-17 þúsund í breytingargjald og 7 þúsund í fargjaldamismun. „Það var ekki upphæðin sem fór í taugarnar á mér. Þetta er aðallega bara prinsippið,“ segir hann og setur spurningarmerki við gjaldtökuna. „Ég er bara með miða sem gildir og þó ég noti ekki alla þjónustuna þá er það bara mitt vandamál. Ef ég færi til dæmis í bíó væri ekki hægt að meina mér aðgang í hléi.“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir fyrirkomulagið óásættanlegt.mynd/neytendasamtökin„Óásættanlegt fyrirkomulag“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir í samtali við Vísi að hann sjái ekki alveg sjá rökin fyrir slíkri gjaldtöku. Búið er að greiða fyrir sæti báðar leiðir og þrátt fyrir að viðkomandi nýti ekki aðra leið komi það ekki niður á flugfélaginu. Annað hvort selji félagið sætið aftur eða skilur það eftir autt. Búið er að borga fyrir bæði flug og sér hann því ekki hvernig það fæst staðist að forföll í fyrra flug hafi áhrif á það seinna. „Þetta er óásættanlegt fyrirkomulag að mínu mati,“ segir Hrannar að lokum.Endurskoða skilmálanaÍ svari við fyrirspurn Vísis segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki kannast við tiltekið mál og átti því sig ekki fullkomlega á atvikum. Það sé hins vegar þannig að skilmálar flugfarseðla eru mismunandi. Gjarnan séu ódýrustu og þar með algengustu miðarnir með slíkum skilmálum. Það er að segja að ef ekki er mætt í fyrsta legg flugs þá falli þeir leggir sem á eftir koma niður. „Við erum að endurskoða þessa skilmála líkt og mörg önnur alþjóðleg flugfélög,“ segir Guðjón og hvetur fólk til þess að hafa samband við þjónustuver hafi það gilda ástæðu fyrir forföllum. „Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver okkar, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.“Lesa má Facebook-færslu Theódórs í heild hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda eigi það pantað flug með sama félagi heim. Theódór Hjalti Valsson lenti í slíku en hann greinir frá reynslu sinni á Facebook. Átti Theódór bókað flug til Osló með Icelandair nú í morgun en vegna óhapps, sem varð þess valdandi að hann er nú í gifsi, má hann ekki fljúga. Hann mun því koma sér til Oslóar með öðrum leiðum en á pantað flug heim til Íslands, frá Osló, með flugfélaginu í lok mánaðar og ákvað því í gærkvöldi að hringja til þess að láta vita að hann myndi þó mæta í það flug. Fékk hann þau skilaboð að greiða þyrfti breytingargjald og fargjaldamismun í ofanálag vildi hann geta innritað sig í það flug. Í samtali við Vísi segir hann að upphæðin sem hann þurfti að reiða fram hafi numið tæplega 24 þúsund krónum. Um 16-17 þúsund í breytingargjald og 7 þúsund í fargjaldamismun. „Það var ekki upphæðin sem fór í taugarnar á mér. Þetta er aðallega bara prinsippið,“ segir hann og setur spurningarmerki við gjaldtökuna. „Ég er bara með miða sem gildir og þó ég noti ekki alla þjónustuna þá er það bara mitt vandamál. Ef ég færi til dæmis í bíó væri ekki hægt að meina mér aðgang í hléi.“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir fyrirkomulagið óásættanlegt.mynd/neytendasamtökin„Óásættanlegt fyrirkomulag“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir í samtali við Vísi að hann sjái ekki alveg sjá rökin fyrir slíkri gjaldtöku. Búið er að greiða fyrir sæti báðar leiðir og þrátt fyrir að viðkomandi nýti ekki aðra leið komi það ekki niður á flugfélaginu. Annað hvort selji félagið sætið aftur eða skilur það eftir autt. Búið er að borga fyrir bæði flug og sér hann því ekki hvernig það fæst staðist að forföll í fyrra flug hafi áhrif á það seinna. „Þetta er óásættanlegt fyrirkomulag að mínu mati,“ segir Hrannar að lokum.Endurskoða skilmálanaÍ svari við fyrirspurn Vísis segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki kannast við tiltekið mál og átti því sig ekki fullkomlega á atvikum. Það sé hins vegar þannig að skilmálar flugfarseðla eru mismunandi. Gjarnan séu ódýrustu og þar með algengustu miðarnir með slíkum skilmálum. Það er að segja að ef ekki er mætt í fyrsta legg flugs þá falli þeir leggir sem á eftir koma niður. „Við erum að endurskoða þessa skilmála líkt og mörg önnur alþjóðleg flugfélög,“ segir Guðjón og hvetur fólk til þess að hafa samband við þjónustuver hafi það gilda ástæðu fyrir forföllum. „Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver okkar, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.“Lesa má Facebook-færslu Theódórs í heild hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira