Valitor ekki greitt út í arð fyrir útboð Arion Hörður Ægisson skrifar 15. mars 2018 06:00 Stjórn Arion hefur lagt áform um að ráðstafa hlutabréfum í kortafyrirtækinu í arðgreiðslu til hliðar í bili VÍSIR/STEFÁN Ekkert verður af því að Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, verði aðgreint frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu, þannig að hlutabréf greiðslukortafyrirtækisins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hluthafa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórn Arion banka sett þau áform til hliðar, að minnsta kosti fram yfir fyrirhugað útboð bankans síðar á árinu. Meirihluti hluthafa, vogunarsjóðir og Kaupþing, hefur sóst nokkuð eftir að Valitor yrði aðskilið frá samstæðunni með arðgreiðslu. Við þá ráðstöfun myndu sjóðirnir og Goldman Sachs, sem eiga um 32 prósent í Arion banka, jafnframt eiga kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í Valitor af Kaupþingi. Er kauprétturinn á talsvert hærra verði en sem nemur bókfærðu virði Valitors í reikningum Arion banka. Slíkar arðgreiðsluhugmyndir hafa mætt nokkurri mótstöðu. Þannig hafði Bankasýslan, sem þangað til fyrir skemmstu hélt um 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum, komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri að stofnunin væri mótfallin því að ráðstafa hlutabréfum Valitors í formi arðgreiðslu. Fremur ætti að selja fyrirtækið í opni söluferli. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er þó sérstaklega gert ráð fyrir því, sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka, að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Ríkið myndi þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags, þótt félagið yrði aðgreint frá bankanum með sérstakri arðgreiðslu. Samkvæmt tillögum stjórnar fyrir aðalfund Arion banka, sem fer fram í dag, verður enginn arður greiddur á þessu ári vegna reksturs síðasta árs, að svo stöddu. Í tillögunum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að stjórnin hafi tekið til ítarlegrar skoðunar þann möguleika að arðgreiðsla fari fram til hluthafa með hlutabréfum í Valitor. Hún sé hins vegar þeirrar skoðunar að sú ráðstöfun þarfnist ítarlegra mats. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00 Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Ekkert verður af því að Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, verði aðgreint frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu, þannig að hlutabréf greiðslukortafyrirtækisins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hluthafa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórn Arion banka sett þau áform til hliðar, að minnsta kosti fram yfir fyrirhugað útboð bankans síðar á árinu. Meirihluti hluthafa, vogunarsjóðir og Kaupþing, hefur sóst nokkuð eftir að Valitor yrði aðskilið frá samstæðunni með arðgreiðslu. Við þá ráðstöfun myndu sjóðirnir og Goldman Sachs, sem eiga um 32 prósent í Arion banka, jafnframt eiga kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í Valitor af Kaupþingi. Er kauprétturinn á talsvert hærra verði en sem nemur bókfærðu virði Valitors í reikningum Arion banka. Slíkar arðgreiðsluhugmyndir hafa mætt nokkurri mótstöðu. Þannig hafði Bankasýslan, sem þangað til fyrir skemmstu hélt um 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum, komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri að stofnunin væri mótfallin því að ráðstafa hlutabréfum Valitors í formi arðgreiðslu. Fremur ætti að selja fyrirtækið í opni söluferli. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er þó sérstaklega gert ráð fyrir því, sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka, að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Ríkið myndi þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags, þótt félagið yrði aðgreint frá bankanum með sérstakri arðgreiðslu. Samkvæmt tillögum stjórnar fyrir aðalfund Arion banka, sem fer fram í dag, verður enginn arður greiddur á þessu ári vegna reksturs síðasta árs, að svo stöddu. Í tillögunum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að stjórnin hafi tekið til ítarlegrar skoðunar þann möguleika að arðgreiðsla fari fram til hluthafa með hlutabréfum í Valitor. Hún sé hins vegar þeirrar skoðunar að sú ráðstöfun þarfnist ítarlegra mats.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00 Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59
Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00
Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00