Valsbræðurnir þrír í viðtali: Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik, ekki hann Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. desember 2018 22:33 Bræðurnir kátir eftir leikinn Facebook/Valur handbolti Helsta einkenna meistaraflokks Vals í Olís-deild karla seinustu ár hafa verið línumennirnir og varnartröllin Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir. Það vill svo skemmtilega til að þeir eru bræður og spila saman í efstu deild. Í leik Vals og Gróttu í kvöld í Olís-deild karla bættist hinsvegar við þriðji bróðirinn, Tjörvi Týr. Það þarf ekki blóðprufu til að staðfesta að þessir strákar séu bræður. Þeir eru allir nánast eins í vexti, stórir og sterkir. Þar sem þetta var fyrsti leikurinn hans Tjörva í efstu deild þá fóru bræðurnir í viðtal en þeir voru allir léttir í lund. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki viljað halda utan um hvorn annan í viðtalinu sást að það er mikil ást á milli bræðrana. „Bara góður sko en erfitt að spila þetta ég viðurkenni það,” sagði Tjörvi aðspurður hvernig hafi verið að spila fyrsta leikinn í efstu deild. Tjörvi sagðist vera búinn að bíða mjög lengi eftir fyrsta leiknum en hann á að baki glæsilegan feril í yngri flokkunum. Hann var einnig mjög ánægður að fá að taka þetta skref með bræðrum sínum og spenntur fyrir framhaldinu. Tjörvi fékk tveggja mínútna brottvísun í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað minna en tvær mínútur í leiknum. Bræður hans voru vægast sagt ósammála dómnum og áttu rólegt og yfirvegað samtal við dómarann eftir leik um brotið. „Ég ætla bara að taka það strax fram að þetta voru ekki tvær mínútur sem hann fékk á sig. Þetta var kannski okkur að kenna mér og Ými að hann fékk tvær mínútur en það er geggjað að fá að spila svona þrír saman,” sagði Orri um að fá að spila núna með báðum bræðrum sínum. „Ýmir er kannski aðeins léttari á fæti en Tjörvi aðeins fastari fyrir,” sagði Orri aðspurður um muninn á bræðrum sínum á þessum aldri áður en Ýmir greip frammí fyrir honum. „Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik ekki hann. Hann nældi sér í tvær mínútur.” sagði Ýmir léttur um Tjörva. Bræðurnir eru allir miklir varnarmenn og eru duglegir að láta finna fyrir sér. Eiga það til að fá tvær mínútur og einstaka rauð spjöld. Þegar þeir voru spurðir hvaðan þessir taktar kæmu voru þeir allir strax sammála um að það kæmi frá mömmu þeirra frekar en pabba. „Það á náttúrulega eftir að velja lokahópinn. En ef ég er valinn sem ég vona að gerist. Þá væri það algjör snilld að fá að taka þátt í þessu.” sagði Ýmir um að hafa verið valinn í fyrsta landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Helsta einkenna meistaraflokks Vals í Olís-deild karla seinustu ár hafa verið línumennirnir og varnartröllin Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir. Það vill svo skemmtilega til að þeir eru bræður og spila saman í efstu deild. Í leik Vals og Gróttu í kvöld í Olís-deild karla bættist hinsvegar við þriðji bróðirinn, Tjörvi Týr. Það þarf ekki blóðprufu til að staðfesta að þessir strákar séu bræður. Þeir eru allir nánast eins í vexti, stórir og sterkir. Þar sem þetta var fyrsti leikurinn hans Tjörva í efstu deild þá fóru bræðurnir í viðtal en þeir voru allir léttir í lund. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki viljað halda utan um hvorn annan í viðtalinu sást að það er mikil ást á milli bræðrana. „Bara góður sko en erfitt að spila þetta ég viðurkenni það,” sagði Tjörvi aðspurður hvernig hafi verið að spila fyrsta leikinn í efstu deild. Tjörvi sagðist vera búinn að bíða mjög lengi eftir fyrsta leiknum en hann á að baki glæsilegan feril í yngri flokkunum. Hann var einnig mjög ánægður að fá að taka þetta skref með bræðrum sínum og spenntur fyrir framhaldinu. Tjörvi fékk tveggja mínútna brottvísun í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað minna en tvær mínútur í leiknum. Bræður hans voru vægast sagt ósammála dómnum og áttu rólegt og yfirvegað samtal við dómarann eftir leik um brotið. „Ég ætla bara að taka það strax fram að þetta voru ekki tvær mínútur sem hann fékk á sig. Þetta var kannski okkur að kenna mér og Ými að hann fékk tvær mínútur en það er geggjað að fá að spila svona þrír saman,” sagði Orri um að fá að spila núna með báðum bræðrum sínum. „Ýmir er kannski aðeins léttari á fæti en Tjörvi aðeins fastari fyrir,” sagði Orri aðspurður um muninn á bræðrum sínum á þessum aldri áður en Ýmir greip frammí fyrir honum. „Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik ekki hann. Hann nældi sér í tvær mínútur.” sagði Ýmir léttur um Tjörva. Bræðurnir eru allir miklir varnarmenn og eru duglegir að láta finna fyrir sér. Eiga það til að fá tvær mínútur og einstaka rauð spjöld. Þegar þeir voru spurðir hvaðan þessir taktar kæmu voru þeir allir strax sammála um að það kæmi frá mömmu þeirra frekar en pabba. „Það á náttúrulega eftir að velja lokahópinn. En ef ég er valinn sem ég vona að gerist. Þá væri það algjör snilld að fá að taka þátt í þessu.” sagði Ýmir um að hafa verið valinn í fyrsta landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira