Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni Ingvar Þór Björnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. janúar 2018 23:38 Matvara til sölu í kjörbúð Þrastarlundar. vísir/sveinn Vakin var athygli á því á Twitter í dag að 750 millilítra vatnsflaska í Þrastarlundi í Grímsnesi kostaði 750 krónur. Ein króna millilítrinn. Netverjar vitnuðu í Lion King og annar lét lögregluna vita. Greinilegt að margir voru á því að verðið væri alltof hátt.Blaðamaður hjá Mbl.is heyrði í Sverri Einar Eiríkssyni, eiganda Þrastarlundar sem komist hefur í fréttirnar fyrir viðskipti með íbúðir, gull og dögurð í Þrastarlundi undanfarin misseri. Sverrir sagði að verð á vörum staðarins tæki mið af verðlagi annars staðar og ef verð á vatninu væri miklu hærra en á öðrum stöðum þyrfti að skoða það. Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár.Vísir„Stundum verðleggjum við of lágt og auðvitað getur komið fyrir að við verðleggjum of hátt, en ég vona að svo sé ekki,“ sagði Sverrir sem kannaði betur málið varðandi verðið á vatninu. Í ljós kom að verðið hefði verið alltof hátt undanfarna sex mánuði, fyrir mistök að sögn Sverris. Sagðist Sverrir hafa lækkað verðið í 450 krónur fyrir 750 millilítra flösku. Eins lítra flaska kosti aftur á móti 500 krónur. Eitt símtal blaðamanns virðist því hafa lækkað verðið á Icelandic Glacial vatni um 40-50 prósent. Þrastarlundur er vinsæll veitingastaður hjá ferðamönnum og versla margir í kjörbúðinni þar á leið sinni um landið. Einnig heimsækja margir Íslendingar Þrastarlund og eru áhrifavaldar á samfélagsmiðlum duglegir að auglýsa staðinn.Að neðan má sjá tístið hennar Marsibil sem vakti upphaflega athygli á verðinu. Ekki í lagi - @þrastalundur pic.twitter.com/BdjIv3T8Up — Marsibil (@libisram) January 14, 2018 Neytendur Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Vakin var athygli á því á Twitter í dag að 750 millilítra vatnsflaska í Þrastarlundi í Grímsnesi kostaði 750 krónur. Ein króna millilítrinn. Netverjar vitnuðu í Lion King og annar lét lögregluna vita. Greinilegt að margir voru á því að verðið væri alltof hátt.Blaðamaður hjá Mbl.is heyrði í Sverri Einar Eiríkssyni, eiganda Þrastarlundar sem komist hefur í fréttirnar fyrir viðskipti með íbúðir, gull og dögurð í Þrastarlundi undanfarin misseri. Sverrir sagði að verð á vörum staðarins tæki mið af verðlagi annars staðar og ef verð á vatninu væri miklu hærra en á öðrum stöðum þyrfti að skoða það. Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár.Vísir„Stundum verðleggjum við of lágt og auðvitað getur komið fyrir að við verðleggjum of hátt, en ég vona að svo sé ekki,“ sagði Sverrir sem kannaði betur málið varðandi verðið á vatninu. Í ljós kom að verðið hefði verið alltof hátt undanfarna sex mánuði, fyrir mistök að sögn Sverris. Sagðist Sverrir hafa lækkað verðið í 450 krónur fyrir 750 millilítra flösku. Eins lítra flaska kosti aftur á móti 500 krónur. Eitt símtal blaðamanns virðist því hafa lækkað verðið á Icelandic Glacial vatni um 40-50 prósent. Þrastarlundur er vinsæll veitingastaður hjá ferðamönnum og versla margir í kjörbúðinni þar á leið sinni um landið. Einnig heimsækja margir Íslendingar Þrastarlund og eru áhrifavaldar á samfélagsmiðlum duglegir að auglýsa staðinn.Að neðan má sjá tístið hennar Marsibil sem vakti upphaflega athygli á verðinu. Ekki í lagi - @þrastalundur pic.twitter.com/BdjIv3T8Up — Marsibil (@libisram) January 14, 2018
Neytendur Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00
Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00