Íslenski torfbærinn öðlast nýtt líf sem lúxusgisting Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2018 20:45 Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum þar sem gestir hvers húss hafa heita einkalaug í stuðlabergsumgjörð. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Torfhúsin eru tíu talsins í landi Einiholts, sunnan Geysis og norðan Reykholts í Biskupstungum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það má kannski segja að torfhúsaþyrpingin sem risin er í landi Einiholts í Biskupstungum sé íslenska hestinum að þakka en það var í gegnum hestamennsku sem hjónin Sigurður Jensson og Sjöfn Kolbeins bundust vináttuböndum við hjón frá Lichtenstein. Það leiddi til þess að þau ákváðu saman að byggja upp ferðaþjónustu á grunni íslenskrar þjóðmenningar. Stefnt er að því að opnað verði í sumar. Heit baðlaug í stuðlabergsumgjörð er við hvert hús.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svipmót gömlu íslensku torfhúsanna er haft í öndvegi. Venjulegir heitir pottar þóttu ekki hæfa við hliðina, segir sonurinn Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, sem stýrir rekstrinum. Við hvert hús er heit laug og umgjörðin er stuðlaberg. Þótt að utan líkist húsin þeim sem sjást á Árbæjarsafni er þó engin gömul baðstofa innanhúss, þar eru öll nútímaþægindi og vel í lagt. Sérstaka athygli vekur að í glerið á sturtuklefanum er búið að setja mynd af gömlu íslensku frímerki og er mismunandi mynd í hverju húsi.Á glervegg sturtuklefans er mynd af íslensku frímerki. Hér er það Geysir sem er á frímerkinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Móttökuhúsið við heimreiðina minnir á skála frá landnámsöld en þar verða setustofa og veitingasalir með útsýni yfir fjallahringinn. Í anddyrinu blasa við miklar steinhleðslur, sem einkenna húsin, og kostuðu mikla vinnu, en grjótið var sótt í námu við Fellskot. Stuðlabergið var sótt í námu við Hrepphóla en það setur einnig mikinn svip á húsin og umhverfið.Stuðlaberg myndar umgjörð um laugina.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En verður gistingin í verðflokki á færi venjulegra Íslendinga? „Þetta verður í hærri kantinum, get ég sagt, - verðið. En samt alveg mjög sanngjarnt miðað við gæðin, sem við erum að bjóða hérna, og upplifunina,“ segir Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 var fjallað um uppbyggingu ferðaþjónustu í nærsveitum Gullfoss og Geysis. Frétt Stöðvar 2 um torfhúsin má sjá hér: Bláskógabyggð Um land allt Tengdar fréttir Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45 Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45 Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum þar sem gestir hvers húss hafa heita einkalaug í stuðlabergsumgjörð. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Torfhúsin eru tíu talsins í landi Einiholts, sunnan Geysis og norðan Reykholts í Biskupstungum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það má kannski segja að torfhúsaþyrpingin sem risin er í landi Einiholts í Biskupstungum sé íslenska hestinum að þakka en það var í gegnum hestamennsku sem hjónin Sigurður Jensson og Sjöfn Kolbeins bundust vináttuböndum við hjón frá Lichtenstein. Það leiddi til þess að þau ákváðu saman að byggja upp ferðaþjónustu á grunni íslenskrar þjóðmenningar. Stefnt er að því að opnað verði í sumar. Heit baðlaug í stuðlabergsumgjörð er við hvert hús.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svipmót gömlu íslensku torfhúsanna er haft í öndvegi. Venjulegir heitir pottar þóttu ekki hæfa við hliðina, segir sonurinn Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, sem stýrir rekstrinum. Við hvert hús er heit laug og umgjörðin er stuðlaberg. Þótt að utan líkist húsin þeim sem sjást á Árbæjarsafni er þó engin gömul baðstofa innanhúss, þar eru öll nútímaþægindi og vel í lagt. Sérstaka athygli vekur að í glerið á sturtuklefanum er búið að setja mynd af gömlu íslensku frímerki og er mismunandi mynd í hverju húsi.Á glervegg sturtuklefans er mynd af íslensku frímerki. Hér er það Geysir sem er á frímerkinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Móttökuhúsið við heimreiðina minnir á skála frá landnámsöld en þar verða setustofa og veitingasalir með útsýni yfir fjallahringinn. Í anddyrinu blasa við miklar steinhleðslur, sem einkenna húsin, og kostuðu mikla vinnu, en grjótið var sótt í námu við Fellskot. Stuðlabergið var sótt í námu við Hrepphóla en það setur einnig mikinn svip á húsin og umhverfið.Stuðlaberg myndar umgjörð um laugina.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En verður gistingin í verðflokki á færi venjulegra Íslendinga? „Þetta verður í hærri kantinum, get ég sagt, - verðið. En samt alveg mjög sanngjarnt miðað við gæðin, sem við erum að bjóða hérna, og upplifunina,“ segir Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 var fjallað um uppbyggingu ferðaþjónustu í nærsveitum Gullfoss og Geysis. Frétt Stöðvar 2 um torfhúsin má sjá hér:
Bláskógabyggð Um land allt Tengdar fréttir Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45 Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45 Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45
Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45
Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30
Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45