Hagstofan hafnar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á launavísitöluna Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 18:02 Launavísitalan og meðallaun eru tveir ólíkir mælikvarðar sem Hagstofan notar til að fylgja með breytingum á launum. Vísir/Vilhelm Gagnrýni Samtaka atvinnulífsins um að launavísitalan sé röng er einföldun og byggir á samanburði á tveimur mælikvörðum sem segja hvor sína sögu um breytingar á launum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hagstofunni. Í grein sem birtist á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins (SA) í gær var fullyrt að launavísitalan sem Hagstofan reiknar út sé ótækur mælikvarði á launabreytingar á Íslandi. Hún ofmeti launabreytingar með þeim afleiðingum að vísitalan hækki um 1% árlega umfram hækkun meðallauna. Þessi gagnrýni er á misskilningi byggð ef marka má svargrein Hagstofunnar sem birtist á vef hennar í dag. Þar kemur fram að samanburður á launavísitölunni annars vegar og meðallaunum hins vegar geti ekki einn og sér skilað þeirri niðurstöðu að annar mælikvarðinn sé rangur. Launavísitalan og meðallaun séu ólíkar leiðir til að mæla launabreytingar. Mælikvarðarnir tveir segi ólíka sögu, hafi ólíkan tilgang og byggi á mismunandi aðferðum. Þannig sé launavísitölunni samkvæmt lögum ætlað að sýna launabreytingar fyrir fastan vinnutíma. Breyting á meðallaunum sýni breytingar á launum miðað við samsetningu vinnuaflsins hverju sinni. Þau endurspegli því breytingar á launum, vinnutíma og vinnuafli. Með fullyrðingum sínum um að samanburður á vísitölu launa og meðallauna sýni að launabreytingar hafi verið stórlega ofmetnar horfi samtökin algerlega fram hjá þessum ólíku aðferðum. „Aukið framboð af ódýrara vinnuafli í þjónustu-, sölu- og afgreiðslustörfum lækka meðallaunin en áhrifin á launavísitöluna verða óveruleg. Til að launavísitalan lækki þurfa hinsvegar laun einstaklinga að lækka. Við mat á mælikvörðum skiptir öllu máli að hafa í huga hvað sé ætlunin að mæla í stað þess að láta mæligildin sjálf réttlæta mælikvarðann,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira
Gagnrýni Samtaka atvinnulífsins um að launavísitalan sé röng er einföldun og byggir á samanburði á tveimur mælikvörðum sem segja hvor sína sögu um breytingar á launum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hagstofunni. Í grein sem birtist á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins (SA) í gær var fullyrt að launavísitalan sem Hagstofan reiknar út sé ótækur mælikvarði á launabreytingar á Íslandi. Hún ofmeti launabreytingar með þeim afleiðingum að vísitalan hækki um 1% árlega umfram hækkun meðallauna. Þessi gagnrýni er á misskilningi byggð ef marka má svargrein Hagstofunnar sem birtist á vef hennar í dag. Þar kemur fram að samanburður á launavísitölunni annars vegar og meðallaunum hins vegar geti ekki einn og sér skilað þeirri niðurstöðu að annar mælikvarðinn sé rangur. Launavísitalan og meðallaun séu ólíkar leiðir til að mæla launabreytingar. Mælikvarðarnir tveir segi ólíka sögu, hafi ólíkan tilgang og byggi á mismunandi aðferðum. Þannig sé launavísitölunni samkvæmt lögum ætlað að sýna launabreytingar fyrir fastan vinnutíma. Breyting á meðallaunum sýni breytingar á launum miðað við samsetningu vinnuaflsins hverju sinni. Þau endurspegli því breytingar á launum, vinnutíma og vinnuafli. Með fullyrðingum sínum um að samanburður á vísitölu launa og meðallauna sýni að launabreytingar hafi verið stórlega ofmetnar horfi samtökin algerlega fram hjá þessum ólíku aðferðum. „Aukið framboð af ódýrara vinnuafli í þjónustu-, sölu- og afgreiðslustörfum lækka meðallaunin en áhrifin á launavísitöluna verða óveruleg. Til að launavísitalan lækki þurfa hinsvegar laun einstaklinga að lækka. Við mat á mælikvörðum skiptir öllu máli að hafa í huga hvað sé ætlunin að mæla í stað þess að láta mæligildin sjálf réttlæta mælikvarðann,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira