Hagar og Olís sameinast í eitt félag Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 12. september 2018 06:30 Hagar hafa samþykkt að falla frá sölu- og framsalsbanni sem fram kom í kaupsamningi. Vísir/Valli Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. Kaupsamningar um viðskiptin voru undirritaðir 26. apríl 2017 með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki SKE og samþykki hluthafafundar Haga fyrir aukningu hlutafjár. Fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar var aflétt þann 13. júlí 2017 og hlutafjáraukning var samþykkt á aðalfundi Haga árið 2018. Hagar hafa samþykkt að falla frá sölu- og framsalsbanni sem fram kom í kaupsamningi. Samkvæmt sáttinni er Högum óheimilt að framkvæma samrunann fyrr en sölu fyrrgreindra eigna er lokið. Hagar hafa nú þegar undirritað kaupsamninga um allar framangreindar eignir. Samruninn kemur þó ekki til framkvæmda fyrr en SKE hefur metið hæfi kaupenda eignanna. Á næstu vikum mun SKE meta hæfi kaupenda. Gert er ráð fyrir að samlegðaráhrifin nemi um 600 milljónum króna á ársgrundvelli. – þfh Helstu skilyrði fyrir samrunanum:Bjóða sama verð á dagvöru á Olís-stöðvum um land allt. Selja nýjum endurseljendum eldsneytis, sem eftir því leita, eldsneyti í heildsölu á viðskiptalegum grunni. Selja rekstur og fasteign félagsins að Faxafeni 14, þar sem verslun Bónuss er starfrækt. Selja rekstur og fasteignir Olís-þjónustustöðvanna við Háaleitisbraut 12 og Vallargrund 3. Selja rekstur verslana Bónus að Hallveigarstíg 1 og Smiðjuvegi 2. Selja rekstur Olís-verslunarinnar í Stykkishólmi. Selja rekstur og aðstöðu ÓB-stöðvar við Starengi 2, Kirkjustétt 2-5 og Knarrarvog 2 í Reykjavík. Annar seljenda Olís, FISK-Seafood ehf., skuldbindur sig gagnvart SKE til að selja að hluta þann eignarhlut í Högum sem hann fær afhentan skv. kaupsamningi. Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. Kaupsamningar um viðskiptin voru undirritaðir 26. apríl 2017 með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki SKE og samþykki hluthafafundar Haga fyrir aukningu hlutafjár. Fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar var aflétt þann 13. júlí 2017 og hlutafjáraukning var samþykkt á aðalfundi Haga árið 2018. Hagar hafa samþykkt að falla frá sölu- og framsalsbanni sem fram kom í kaupsamningi. Samkvæmt sáttinni er Högum óheimilt að framkvæma samrunann fyrr en sölu fyrrgreindra eigna er lokið. Hagar hafa nú þegar undirritað kaupsamninga um allar framangreindar eignir. Samruninn kemur þó ekki til framkvæmda fyrr en SKE hefur metið hæfi kaupenda eignanna. Á næstu vikum mun SKE meta hæfi kaupenda. Gert er ráð fyrir að samlegðaráhrifin nemi um 600 milljónum króna á ársgrundvelli. – þfh Helstu skilyrði fyrir samrunanum:Bjóða sama verð á dagvöru á Olís-stöðvum um land allt. Selja nýjum endurseljendum eldsneytis, sem eftir því leita, eldsneyti í heildsölu á viðskiptalegum grunni. Selja rekstur og fasteign félagsins að Faxafeni 14, þar sem verslun Bónuss er starfrækt. Selja rekstur og fasteignir Olís-þjónustustöðvanna við Háaleitisbraut 12 og Vallargrund 3. Selja rekstur verslana Bónus að Hallveigarstíg 1 og Smiðjuvegi 2. Selja rekstur Olís-verslunarinnar í Stykkishólmi. Selja rekstur og aðstöðu ÓB-stöðvar við Starengi 2, Kirkjustétt 2-5 og Knarrarvog 2 í Reykjavík. Annar seljenda Olís, FISK-Seafood ehf., skuldbindur sig gagnvart SKE til að selja að hluta þann eignarhlut í Högum sem hann fær afhentan skv. kaupsamningi.
Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira