Apple kynnti risastóran iPhone, ódýrari iPhone og nýtt úr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 19:02 iPhone Xs og iPhone Xs Max. Mynd/Apple Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti í dag nýjar vörur til leiks á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum félagsins í Kaliforníu. Kynningarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Alls voru þrjár nýjar gerðir af iPhone síma Apple kynntar auk uppfærslu á Apple Watch úri fyrirtækisins, auk ýmissa smáhluta uppfærslna.Stærsti sími Apple til þessaFastlega var gert ráð fyrir að Apple myndi kynna til leiks mun stærri síma en fyrirtækið hefur áður framleitt og reyndist það rétt. Apple kynnti stærri útgáfu af iPhone X sem kynnt var á síðasta ári og mun hún bera nafnið iPhone S MAX. Síminn er með 6,5 tommu skjá, töluvert stærri en iPhone X síminn sem er með 5,8 tommu skjá.Síminn verður með FaceID kerfi Apple sem kynnt var til leiks á síðasta ári og segir fyrirtækið að kerfið hafi verið uppfært til muna. Þá hefur innvols símans verið uppfært auk myndavélarinnar. Apple kynnti einnig til leiks uppfærslu á iPhone X sem mun bera nafnið iPhone Xs. Er hann svipaður útlits og forverinn með sömu uppfærslum og iPhone S MAX síminn, þó minni en skjárinn á MAX símanum, 5,8 tommur líkt og á iPhone X.Ódýrari útgáfanÞá kynnti Apple einnig ódýrari útgáfu af iPhone og nefnist hún iPhone Xr. Síminn líkist iPhone X símanum í útliti. Er hann úr áli, samanborið við stál í hinum símunum sem kynntir voru auk þess að hann skartar LCD skjá en ekki OLED. Þá er hann ekki jafn vatns- og rykvarinn og dýrari týpurnar. Þá er aðeins ein myndavél aftan á símanum, en ekki tvær líkt og á stærri systkinum símans. Og svo úriðApple kynnti einnig til leiks Apple Watch 4 úrið sem kemur í stað Apple Watch 3. Þar ber helst að nefna að nú nær skjárinn yfir allt yfirborð úrsins. Þá er úrið þynnra en áður auk þess sem að úrið getur numið hjartslátt mun betur en áður.Þá er úrið útbúið sérstökum fallskynjara sem skynjar hvort að sá sem ber það á sér hafi dottið. Sendir skynjarinn skilaboð á skjáinn og býður notendanum að hringja í neyðarlínuna ef þörf sé á.Þá tilkynnti Apple einnig að iOS 12, uppfærsla á snjalltækjastýrikerfi Apple verði gefin út 17. september næstkomandi og að macOS Mojave, uppfærsla á tölvustýrikerfi Apple komi út viku síðar, 24. september.Nánar má lesa um uppfærslur Apple á vefVerge,GizmodoogMacRumours Apple Tækni Tengdar fréttir Boðskort hækkaði hlutabréf í Apple Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi. 31. ágúst 2018 07:15 Trump segir Apple að framleiða vörurnar í Bandaríkjunum til að forðast tolla á Kína Apple telur þessa tolla eiga eftir að skaða Bandaríkin meira en Kína. 8. september 2018 23:30 Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti í dag nýjar vörur til leiks á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum félagsins í Kaliforníu. Kynningarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Alls voru þrjár nýjar gerðir af iPhone síma Apple kynntar auk uppfærslu á Apple Watch úri fyrirtækisins, auk ýmissa smáhluta uppfærslna.Stærsti sími Apple til þessaFastlega var gert ráð fyrir að Apple myndi kynna til leiks mun stærri síma en fyrirtækið hefur áður framleitt og reyndist það rétt. Apple kynnti stærri útgáfu af iPhone X sem kynnt var á síðasta ári og mun hún bera nafnið iPhone S MAX. Síminn er með 6,5 tommu skjá, töluvert stærri en iPhone X síminn sem er með 5,8 tommu skjá.Síminn verður með FaceID kerfi Apple sem kynnt var til leiks á síðasta ári og segir fyrirtækið að kerfið hafi verið uppfært til muna. Þá hefur innvols símans verið uppfært auk myndavélarinnar. Apple kynnti einnig til leiks uppfærslu á iPhone X sem mun bera nafnið iPhone Xs. Er hann svipaður útlits og forverinn með sömu uppfærslum og iPhone S MAX síminn, þó minni en skjárinn á MAX símanum, 5,8 tommur líkt og á iPhone X.Ódýrari útgáfanÞá kynnti Apple einnig ódýrari útgáfu af iPhone og nefnist hún iPhone Xr. Síminn líkist iPhone X símanum í útliti. Er hann úr áli, samanborið við stál í hinum símunum sem kynntir voru auk þess að hann skartar LCD skjá en ekki OLED. Þá er hann ekki jafn vatns- og rykvarinn og dýrari týpurnar. Þá er aðeins ein myndavél aftan á símanum, en ekki tvær líkt og á stærri systkinum símans. Og svo úriðApple kynnti einnig til leiks Apple Watch 4 úrið sem kemur í stað Apple Watch 3. Þar ber helst að nefna að nú nær skjárinn yfir allt yfirborð úrsins. Þá er úrið þynnra en áður auk þess sem að úrið getur numið hjartslátt mun betur en áður.Þá er úrið útbúið sérstökum fallskynjara sem skynjar hvort að sá sem ber það á sér hafi dottið. Sendir skynjarinn skilaboð á skjáinn og býður notendanum að hringja í neyðarlínuna ef þörf sé á.Þá tilkynnti Apple einnig að iOS 12, uppfærsla á snjalltækjastýrikerfi Apple verði gefin út 17. september næstkomandi og að macOS Mojave, uppfærsla á tölvustýrikerfi Apple komi út viku síðar, 24. september.Nánar má lesa um uppfærslur Apple á vefVerge,GizmodoogMacRumours
Apple Tækni Tengdar fréttir Boðskort hækkaði hlutabréf í Apple Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi. 31. ágúst 2018 07:15 Trump segir Apple að framleiða vörurnar í Bandaríkjunum til að forðast tolla á Kína Apple telur þessa tolla eiga eftir að skaða Bandaríkin meira en Kína. 8. september 2018 23:30 Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira
Boðskort hækkaði hlutabréf í Apple Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi. 31. ágúst 2018 07:15
Trump segir Apple að framleiða vörurnar í Bandaríkjunum til að forðast tolla á Kína Apple telur þessa tolla eiga eftir að skaða Bandaríkin meira en Kína. 8. september 2018 23:30
Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36