Bátasmiðjan Rafnar hættir rekstri á Íslandi Kristinn Ingi Jónsson og Sveinn Arnarsson skrifa 6. júní 2018 06:00 Fyrirtækið hefur hannað byltingarkenndan skrokk sem vakið hefur heilmikla athygli erlendis Vísir/Stefán Bátasmiðjan Rafnar ehf. hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu og flytur fyrirtækið til útlanda. Í rúman áratug hefur fyrirtækið þróað, hannað og smíðað nýja tegund báta og hefur skrokkhönnun þeirra náð athygli erlendra aðila. Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnars, segir þetta erfiða en nauðsynlega aðgerð í þróun fyrirtækisins. „Það má segja að fyrirtækið sé að slíta barnskónum og er að verða að fullvaxta einstaklingi. Markaður fyrirtækisins er erlendis og það er erfitt að standa í þessum rekstri hér á landi og eiga við íslenskan gjaldmiðil,“ segir Björn í samtali við Markaðinn. Síðustu ár hafa frumgerðir báta fyrirtækisins verið smíðaðar á Kársnesi í Kópavogi og í framhaldi hafa bátarnir verið kynntir og seldir innlendum aðilum á borð við Landhelgisgæslu Íslands og til ýmissa björgunarsveita, og til erlendra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. „Við höfum fengið afar góðar viðtökur erlendis og þessi nýja hönnun okkar hefur reynst afar vel. Því eru núna uppi viðræður um að smíði þessara skipa verði fram haldið erlendis fyrir erlendan markað,“ segir Björn. Ekki samkeppnishæft um verð Ástæður þess að fyrirtækið hættir rekstri sínum hér á landi eru að mestu vegna erfiðra skilyrða í íslensku efnahagslífi, að sögn Björns. „Það umhverfi sem við búum við hér á landi, með sterku gengi krónunnar og að vera svona langt frá okkar meginmörkuðum, veldur því að við erum ekki samkeppnishæfir um verð,“ bætir Björn við. „Þessir þættir sem og og óhagstæð viðskiptakjör birgja fyrir lítinn íslenskan markað valda því að við þurfum að endurskoða fyrirtækið.“Hugarfóstur stoðtækjarisa Björn segir það þyngst að þurfa að segja upp því góða starfsfólki sem hefur starfað hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað sárast að þurfa að segja öllum upp og loka starfsstöðinni hér í Kópavogi. Hér munu allir starfsmenn hætta að mér meðtöldum. En því miður teljum við þetta skref óhjákvæmilegan hlut í þróun fyrirtækisins.“ Rafnar tapaði tæpum 436 milljónum króna árið 2016 en tapið var um 513 milljónir árið áður. Félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir síðasta ár. Eignirnar námu rúmlega 663 milljónum króna í lok árs 2016 en á sama tíma var eigið fé um 368 milljónir og eiginfjárhlutfallið 56 prósent. Alls starfaði 21 starfsmaður hjá fyrirtækinu í lok síðasta árs. Rafnar er hugarfóstur Össurar Kristinssonar, stofnanda stoð tækjaframleiðandans Össurar, en hann hefur fjármagnað uppbyggingu fyrirtækisins frá stofnun árið 2005. Fram kom í Morgunblaðinu í desember í fyrra að heildarframlag Össurar til fyrirtækisins næmi um fimm milljörðum. Össur sagðist í viðtali við blaðið hafa óbilandi trú á fyrirtækinu og framleiðslunni sem það byggir grundvöll sinn á. Hins vegar væri komið að þeim tímapunkti að fleiri kæmu að enda væri það nauðsynlegt til þess að fyrirtækið gæti þróast áfram. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. 30. maí 2018 07:00 Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Bátasmiðjan Rafnar ehf. hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu og flytur fyrirtækið til útlanda. Í rúman áratug hefur fyrirtækið þróað, hannað og smíðað nýja tegund báta og hefur skrokkhönnun þeirra náð athygli erlendra aðila. Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnars, segir þetta erfiða en nauðsynlega aðgerð í þróun fyrirtækisins. „Það má segja að fyrirtækið sé að slíta barnskónum og er að verða að fullvaxta einstaklingi. Markaður fyrirtækisins er erlendis og það er erfitt að standa í þessum rekstri hér á landi og eiga við íslenskan gjaldmiðil,“ segir Björn í samtali við Markaðinn. Síðustu ár hafa frumgerðir báta fyrirtækisins verið smíðaðar á Kársnesi í Kópavogi og í framhaldi hafa bátarnir verið kynntir og seldir innlendum aðilum á borð við Landhelgisgæslu Íslands og til ýmissa björgunarsveita, og til erlendra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. „Við höfum fengið afar góðar viðtökur erlendis og þessi nýja hönnun okkar hefur reynst afar vel. Því eru núna uppi viðræður um að smíði þessara skipa verði fram haldið erlendis fyrir erlendan markað,“ segir Björn. Ekki samkeppnishæft um verð Ástæður þess að fyrirtækið hættir rekstri sínum hér á landi eru að mestu vegna erfiðra skilyrða í íslensku efnahagslífi, að sögn Björns. „Það umhverfi sem við búum við hér á landi, með sterku gengi krónunnar og að vera svona langt frá okkar meginmörkuðum, veldur því að við erum ekki samkeppnishæfir um verð,“ bætir Björn við. „Þessir þættir sem og og óhagstæð viðskiptakjör birgja fyrir lítinn íslenskan markað valda því að við þurfum að endurskoða fyrirtækið.“Hugarfóstur stoðtækjarisa Björn segir það þyngst að þurfa að segja upp því góða starfsfólki sem hefur starfað hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað sárast að þurfa að segja öllum upp og loka starfsstöðinni hér í Kópavogi. Hér munu allir starfsmenn hætta að mér meðtöldum. En því miður teljum við þetta skref óhjákvæmilegan hlut í þróun fyrirtækisins.“ Rafnar tapaði tæpum 436 milljónum króna árið 2016 en tapið var um 513 milljónir árið áður. Félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir síðasta ár. Eignirnar námu rúmlega 663 milljónum króna í lok árs 2016 en á sama tíma var eigið fé um 368 milljónir og eiginfjárhlutfallið 56 prósent. Alls starfaði 21 starfsmaður hjá fyrirtækinu í lok síðasta árs. Rafnar er hugarfóstur Össurar Kristinssonar, stofnanda stoð tækjaframleiðandans Össurar, en hann hefur fjármagnað uppbyggingu fyrirtækisins frá stofnun árið 2005. Fram kom í Morgunblaðinu í desember í fyrra að heildarframlag Össurar til fyrirtækisins næmi um fimm milljörðum. Össur sagðist í viðtali við blaðið hafa óbilandi trú á fyrirtækinu og framleiðslunni sem það byggir grundvöll sinn á. Hins vegar væri komið að þeim tímapunkti að fleiri kæmu að enda væri það nauðsynlegt til þess að fyrirtækið gæti þróast áfram.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. 30. maí 2018 07:00 Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. 30. maí 2018 07:00
Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00