Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2018 09:01 Arion banki var skráður á markað um miðjan júní. Fréttablaðið/Eyþór Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Arion banki reiknar með að tapa allt að 1,8 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag en það var í miklum viðskiptum við bankann. „Vegna ófyrirséðra atburða gerir Arion banki hf. ráð fyrir að niðurfæra lán og greiða út ábyrgðir sem mun hafa neikvæð áhrif á rekstrarafkomu bankans á þriðja ársfjórðungi 2018. Áhrifin munu nema um 1,3 – 1,8 milljarði króna, að teknu tilliti til skatta, og mun hlutfall eiginfjárþáttar 1 lækka um u.þ.b. 0,2 prósentustig vegna þessa. Fyrirgreiðslurnar tengjast félagi sem hefur verið í viðskiptum við bankann og fyrirrennara hans um árabil,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka. Samkvæmt heimildum Vísis var Primera Air í miklum viðskiptum við Arion banka. Bankinn nafngreinir þó ekki félagið í tilkynningu sinni. „Fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, t.a.m. varðandi þróun eiginfjár, haldast óbreytt. Að mati bankans er um einskiptisatburð að ræða sem hefur ekki áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað. Afkoma bankans fyrir þriðja ársfjórðung verður birt 31. október 2018.“ Hlutabréf í Arion banka eru skráð í kauphöllina í Svíþjóð. Bréf í bankanum lækkuðu hratt í morgun en lækkunin nemur nú um sex prósentum. Kauphöllin á Íslandi opnar fyrir viðskipti klukkan tíu. Primera sagði í tilkynningu síðdegis í gær að greiðslustöðvunin væri mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna mætti rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ sagði í yfirlýsingunni. Fullyrt var að íslenskar ferðaskrifstofur sem hefðu nýtt þjónustu Primera Air væru búnar að flytja flugferðir sínar til annarra flugfélaga. Engin röskun ætti því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefndi í gjaldþrot. Tengdar fréttir Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02 Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Sjá meira
Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Arion banki reiknar með að tapa allt að 1,8 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag en það var í miklum viðskiptum við bankann. „Vegna ófyrirséðra atburða gerir Arion banki hf. ráð fyrir að niðurfæra lán og greiða út ábyrgðir sem mun hafa neikvæð áhrif á rekstrarafkomu bankans á þriðja ársfjórðungi 2018. Áhrifin munu nema um 1,3 – 1,8 milljarði króna, að teknu tilliti til skatta, og mun hlutfall eiginfjárþáttar 1 lækka um u.þ.b. 0,2 prósentustig vegna þessa. Fyrirgreiðslurnar tengjast félagi sem hefur verið í viðskiptum við bankann og fyrirrennara hans um árabil,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka. Samkvæmt heimildum Vísis var Primera Air í miklum viðskiptum við Arion banka. Bankinn nafngreinir þó ekki félagið í tilkynningu sinni. „Fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, t.a.m. varðandi þróun eiginfjár, haldast óbreytt. Að mati bankans er um einskiptisatburð að ræða sem hefur ekki áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað. Afkoma bankans fyrir þriðja ársfjórðung verður birt 31. október 2018.“ Hlutabréf í Arion banka eru skráð í kauphöllina í Svíþjóð. Bréf í bankanum lækkuðu hratt í morgun en lækkunin nemur nú um sex prósentum. Kauphöllin á Íslandi opnar fyrir viðskipti klukkan tíu. Primera sagði í tilkynningu síðdegis í gær að greiðslustöðvunin væri mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna mætti rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ sagði í yfirlýsingunni. Fullyrt var að íslenskar ferðaskrifstofur sem hefðu nýtt þjónustu Primera Air væru búnar að flytja flugferðir sínar til annarra flugfélaga. Engin röskun ætti því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefndi í gjaldþrot.
Tengdar fréttir Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02 Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Sjá meira
Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05