Telja bókum sínum streymt í leyfisleysi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. VÍSIR/ERNIR Mikil ólga er innan Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) vegna tilkomu hljóðbókaveitunnar Storytel sem Fréttablaðið sagði frá á mánudag. Hundruð íslenskra titla eru þar aðgengilegir áskrifendum en rithöfundar eru fjarri því sáttir og telja á höfundarrétti sínum brotið. Framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi segir upphlaup rithöfunda núna koma á óvart. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir rithöfundar krafið Storytel um að verk þeirra verði fjarlægð af veitunni enda kannist þeir ekki við að hafa veitt leyfi fyrir þessu framsali. Þeirra á meðal er formaður RSÍ, Kristín Helga Gunnarsdóttir. Sambandið hefur boðað að málið verði skoðað. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, segir afstöðu sambandsins klára. „Um áskriftarstreymisrétt þarf að semja við rithöfunda og við lítum svo á að áskriftarstreymisréttur hafi ekki verið framseldur með útgáfusamningum aðila.“ Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, segir fyrirtækið semja við útgefendur, ekki rithöfunda, um hljóðbækur og þeir framselji réttinn til þeirra.Sjá einnig: Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi „Við erum þannig séð í góðri trú að þeir hafi þau réttindi sem þeir framselja til okkar. Við vorum ekkert að baktryggja það að öðru leyti en því en við erum búin að vera í stöðugum samskiptum við RSÍ í meira en ár út af þessu máli og alltaf haldið þeim upplýstum um allt sem við gerum og alla samninga sem við erum með við útgefendur. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu núna, því það hefði mátt forða því fyrir löngu.“ Rithöfundar ættu því að beina spjótum sínum að útgefendum sínum, fremur en Storytel. Ein gagnrýni rithöfunda hefur beinst að því hversu rýr hlutur þeirra af streymisþjónustunni kunni að verða. Stefán segir hlutinn samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Ef áskrifandi hlustar bara á eina bók frá tilteknum rithöfundi fái sá höfundur öll höfundarlaunin. „Það er samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Svo þynnist það út þegar áskrifendur hlusta á fleiri bækur. Viðmið okkar er meðaltalið, sem segir að hver notandi hlusti á um tvær bækur á mánuði.“ Aðspurður hvort orðið verði við kröfu höfunda um að bækur þeirra verði fjarlægðar af Storytel segir Stefán það þurfa að koma í ljós. Óskað hafi verið eftir fundi með RSÍ vegna málsins. „Okkur er mjög umhugað um réttindi höfunda og viljum að allir séu sáttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Mikil ólga er innan Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) vegna tilkomu hljóðbókaveitunnar Storytel sem Fréttablaðið sagði frá á mánudag. Hundruð íslenskra titla eru þar aðgengilegir áskrifendum en rithöfundar eru fjarri því sáttir og telja á höfundarrétti sínum brotið. Framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi segir upphlaup rithöfunda núna koma á óvart. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir rithöfundar krafið Storytel um að verk þeirra verði fjarlægð af veitunni enda kannist þeir ekki við að hafa veitt leyfi fyrir þessu framsali. Þeirra á meðal er formaður RSÍ, Kristín Helga Gunnarsdóttir. Sambandið hefur boðað að málið verði skoðað. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, segir afstöðu sambandsins klára. „Um áskriftarstreymisrétt þarf að semja við rithöfunda og við lítum svo á að áskriftarstreymisréttur hafi ekki verið framseldur með útgáfusamningum aðila.“ Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, segir fyrirtækið semja við útgefendur, ekki rithöfunda, um hljóðbækur og þeir framselji réttinn til þeirra.Sjá einnig: Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi „Við erum þannig séð í góðri trú að þeir hafi þau réttindi sem þeir framselja til okkar. Við vorum ekkert að baktryggja það að öðru leyti en því en við erum búin að vera í stöðugum samskiptum við RSÍ í meira en ár út af þessu máli og alltaf haldið þeim upplýstum um allt sem við gerum og alla samninga sem við erum með við útgefendur. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu núna, því það hefði mátt forða því fyrir löngu.“ Rithöfundar ættu því að beina spjótum sínum að útgefendum sínum, fremur en Storytel. Ein gagnrýni rithöfunda hefur beinst að því hversu rýr hlutur þeirra af streymisþjónustunni kunni að verða. Stefán segir hlutinn samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Ef áskrifandi hlustar bara á eina bók frá tilteknum rithöfundi fái sá höfundur öll höfundarlaunin. „Það er samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Svo þynnist það út þegar áskrifendur hlusta á fleiri bækur. Viðmið okkar er meðaltalið, sem segir að hver notandi hlusti á um tvær bækur á mánuði.“ Aðspurður hvort orðið verði við kröfu höfunda um að bækur þeirra verði fjarlægðar af Storytel segir Stefán það þurfa að koma í ljós. Óskað hafi verið eftir fundi með RSÍ vegna málsins. „Okkur er mjög umhugað um réttindi höfunda og viljum að allir séu sáttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00