Halldór Jóhann: Eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2018 23:39 Halldór Jóhann var svekktur að verða af deildarmeistaratitlinum.. vísir/eyþór „Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum. Við vorum á fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það er ég ánægður með,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. „Við vorum að sjá í okkar leik meira af því sem við sýndum fyrr í vetur. Ágúst Elí tók góða bolta eftir að hann kom inná og við vorum að fá hraðaupphlaup. Ég er virkilega sáttur með það sem menn lögðu á sig í leiknum og menn lögðu sig alla fram. Auðvitað eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað gera betur og það er bara þannig.“ Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með FH í dag vegna meiðsla en hann lék sinn fyrsta leik í langan tíma gegn Selfyssingum á dögunum. Þá meiddist Ísak Rafnsson á fingri í gær og var óvíst með hann fyrir leik. „Ég sé þá báða vera inni í úrslitakeppninni. Gísli var í skoðun í dag og það var smá bakslag og við vildum ekki tefla á tvær hættur með hann í þessum leik. Við sjáum aðeins hvernig hann kemur undan næstu dögum. Ísak kom frábærlega inn í varnarleikinn í dag og var teipaður á höndinni. Stórt hrós á hann og allt liðið sem spilaði vel í dag.“ Halldór viðurkenndi eftir leik að hann væri svekktur að hafa misst af deildarmeistaratitlinum. „Nú byrjar nýtt mót og ég hefði auðvitað viljað vinna deildarmeistaratitilinn. Það er auðvitað pínu hallærislegt að vera efstur, jafn á stigum og með langbestu markatöluna en verða samt ekki deildarmeistarar. Það er mjög einkennilegt að þetta skuli vera eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona en við verðum bara að taka því.“ Þrátt fyrir að verða af titlinum sagði Halldór að FH hefði spilað vel 90-95% af tímabilinu. „Við töpuðum fjórum leikjum í vetur og töpuðum þeim gegn liðunum sem voru í okkar baráttu. Svona eru reglurnar. Við erum ánægðir með þessi 34 sem við náum. Við erum ánægðir með þennan vetur, við erum að spila virklega vel og rosalega vel fyrir áramót þegar við erum í miklu álagi vegna Evrópukeppni. Svo lendum við í slæmum kafla, eins og öll hin liðin, og hann kom núna í lokin og samtvinnaðist við meiðsli lykilmanna.“ „Núna gefst tími til að vinna í ákveðnum þáttum sem við vitum hverjir eru. Við komum vel undirbúnir inn í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar eins og menn hafa gert í allan vetur,“ sagði Halldór Jóhann við Vísi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
„Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum. Við vorum á fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það er ég ánægður með,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. „Við vorum að sjá í okkar leik meira af því sem við sýndum fyrr í vetur. Ágúst Elí tók góða bolta eftir að hann kom inná og við vorum að fá hraðaupphlaup. Ég er virkilega sáttur með það sem menn lögðu á sig í leiknum og menn lögðu sig alla fram. Auðvitað eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað gera betur og það er bara þannig.“ Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með FH í dag vegna meiðsla en hann lék sinn fyrsta leik í langan tíma gegn Selfyssingum á dögunum. Þá meiddist Ísak Rafnsson á fingri í gær og var óvíst með hann fyrir leik. „Ég sé þá báða vera inni í úrslitakeppninni. Gísli var í skoðun í dag og það var smá bakslag og við vildum ekki tefla á tvær hættur með hann í þessum leik. Við sjáum aðeins hvernig hann kemur undan næstu dögum. Ísak kom frábærlega inn í varnarleikinn í dag og var teipaður á höndinni. Stórt hrós á hann og allt liðið sem spilaði vel í dag.“ Halldór viðurkenndi eftir leik að hann væri svekktur að hafa misst af deildarmeistaratitlinum. „Nú byrjar nýtt mót og ég hefði auðvitað viljað vinna deildarmeistaratitilinn. Það er auðvitað pínu hallærislegt að vera efstur, jafn á stigum og með langbestu markatöluna en verða samt ekki deildarmeistarar. Það er mjög einkennilegt að þetta skuli vera eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona en við verðum bara að taka því.“ Þrátt fyrir að verða af titlinum sagði Halldór að FH hefði spilað vel 90-95% af tímabilinu. „Við töpuðum fjórum leikjum í vetur og töpuðum þeim gegn liðunum sem voru í okkar baráttu. Svona eru reglurnar. Við erum ánægðir með þessi 34 sem við náum. Við erum ánægðir með þennan vetur, við erum að spila virklega vel og rosalega vel fyrir áramót þegar við erum í miklu álagi vegna Evrópukeppni. Svo lendum við í slæmum kafla, eins og öll hin liðin, og hann kom núna í lokin og samtvinnaðist við meiðsli lykilmanna.“ „Núna gefst tími til að vinna í ákveðnum þáttum sem við vitum hverjir eru. Við komum vel undirbúnir inn í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar eins og menn hafa gert í allan vetur,“ sagði Halldór Jóhann við Vísi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni