Marina Candi nýr prófessor við viðskiptadeild HR Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2018 09:51 Marina Candi hefur gegnt stöðu dósents við HR frá árinu 2010. Háskólinn í Reykjavík Marina Candi hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þetta kemur fra í tilkynningu frá skólanum. Marina er forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpun og frumkvöðlafræðum sem meðal annars stendur fyrir langtímarannsókn á vexti og viðgangi nýrra íslenskra tæknifyrirtækja. „Hún hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu doktorsnáms við viðskiptafræðideild HR og var forstöðumaður námsins 2010-2017. Rannsóknir Marinu eru á sviði nýsköpunar, einkum er varðar nýsköpun byggða á hönnun, táknrænu gildi og upplifun. Niðurstöður rannsókna hennar hafa verið birtar í yfir 30 greinum í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og ritrýndum bókaköflum. Marina hefur byggt upp öflugt og víðfeðmt samstarfsnet og hefur unnið að rannsóknarverkefnum með fræðimönnum í Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar. Hún hefur fengið styrki til rannsóknarverkefna hjá Evrópusambandinu og m.a. stýrt tveimur stórum fjögurra ára samstarfsverkefnum, hið fyrra var rannsóknarverkefni á sviði upplifunardrifinnar nýsköpunar og hið síðara á sviði nýsköpunar í viðskiptalíkönum. Hún hefur gegnt stöðu gestaprófessors við Luiss Guido Carli háskólann í Róm. Marina er verkfræðingur að mennt og starfaði í tæknigeiranum í um 20 ár eftir að hún lauk meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 1985. Hún tók þátt í stofnun, eða var meðal fyrstu hluthafa, þeirra fyrirtækja sem hún starfaði fyrir. Hún starfaði við hugbúnaðarþróun hjá Asymetrix Corporation í Bellevue í Washington 1985-1990 svo og hjá Margmiðlun hf., síðar Betware hf., og loks sem stjórnandi hjá Áliti hf., síðar Anza hf., 1998-2006. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa íslenskra tæknifyrirtækja nær samfellt frá árinu 2000. Marina lauk doktorsprófi í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School árið 2008. Hún hefur gegnt stöðu dósents við HR frá árinu 2010,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Ráðningar Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Marina Candi hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þetta kemur fra í tilkynningu frá skólanum. Marina er forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpun og frumkvöðlafræðum sem meðal annars stendur fyrir langtímarannsókn á vexti og viðgangi nýrra íslenskra tæknifyrirtækja. „Hún hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu doktorsnáms við viðskiptafræðideild HR og var forstöðumaður námsins 2010-2017. Rannsóknir Marinu eru á sviði nýsköpunar, einkum er varðar nýsköpun byggða á hönnun, táknrænu gildi og upplifun. Niðurstöður rannsókna hennar hafa verið birtar í yfir 30 greinum í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og ritrýndum bókaköflum. Marina hefur byggt upp öflugt og víðfeðmt samstarfsnet og hefur unnið að rannsóknarverkefnum með fræðimönnum í Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar. Hún hefur fengið styrki til rannsóknarverkefna hjá Evrópusambandinu og m.a. stýrt tveimur stórum fjögurra ára samstarfsverkefnum, hið fyrra var rannsóknarverkefni á sviði upplifunardrifinnar nýsköpunar og hið síðara á sviði nýsköpunar í viðskiptalíkönum. Hún hefur gegnt stöðu gestaprófessors við Luiss Guido Carli háskólann í Róm. Marina er verkfræðingur að mennt og starfaði í tæknigeiranum í um 20 ár eftir að hún lauk meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 1985. Hún tók þátt í stofnun, eða var meðal fyrstu hluthafa, þeirra fyrirtækja sem hún starfaði fyrir. Hún starfaði við hugbúnaðarþróun hjá Asymetrix Corporation í Bellevue í Washington 1985-1990 svo og hjá Margmiðlun hf., síðar Betware hf., og loks sem stjórnandi hjá Áliti hf., síðar Anza hf., 1998-2006. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa íslenskra tæknifyrirtækja nær samfellt frá árinu 2000. Marina lauk doktorsprófi í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School árið 2008. Hún hefur gegnt stöðu dósents við HR frá árinu 2010,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Ráðningar Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira