Leikurinn gegn Slóveníu í kvöld jafn mikilvægur og sá gegn Þýskalandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2018 10:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með landsliðinu á EM. Vísir/EPA Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikur með Utah Royals og íslenska kvennalandsliðinu, segir að íslenska liðið sé vel stemmt og tilbúið í leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Sigur í kvöld þýðir að stelpurnar okkar verði í toppsætinu fyrir lokaumferðirnar tvær í haust en efsta liðið kemst beint inn á Heimsmeistaramótið 2019 sem fram fer í Frakklandi. Gunnhildur segir eftirvæntinguna mikla. „Það er alltaf gaman að koma til móts við liðið og við vitum hversu mikilvægur leikurinn er, við þurfum þrjú stig hér ef við ætlum okkur að komast inn á HM þannig að eftirvæntingin er mikil. Við erum keppnismanneskjur og við getum ekki hleypt karlalandsliðinu á HM og komist svo ekki sjálfar,“ sagði Gunnhildur hlæjandi og bætti við: „Við viljum auðvitað feta í þeirra fótspor, það er gaman að sjá hvað þjóðin fylkir sér á bak við þá og við finnum fyrir þessum meðbyr.“ Er þetta fjórða viðureign liðanna á stuttum tíma en Ísland hefur unnið alla þrjá leikina til þessa. Hafa þær skorað tólf mörk í þessum þremur leikjum og haldið markinu hreinu. Gunnhildur sagði erfitt að skoða Slóvenana. „Þetta er lið sem maður veit ekkert hvernig spilar fyrr en flautað er á. Þær eru orðnar öflugri og erfiðar viðfangs, þetta verður þolinmæðisverk en ef við spilum okkar leik tökum við þrjú stig. Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt í Slóveníu en náðum að brjóta þær niður og við erum undir það búnar ef það gerist aftur,“ sagði Gunnhildur en hún tók því fagnandi að vera með örlögin í eigin höndum. „Það er betra að hafa þetta í okkar höndum, þessi leikur er alveg jafn mikilvægur og leikirnir í september og við þurfum að mæta í hann af fagmennsku.“ Gunnhildi líður vel í NWSL-deildinni vestanhafs en hún segir að bandaríska deildin sé sú sterkasta sem hún hafi leikið í. „Mér líður mjög vel í Utah, þetta er skemmtileg deild og það eru öll lið mjög svipuð að getu þannig að þetta eru alltaf erfiðir leikir. Ég er mikil keppnismanneskja og vil þurfa að leggja 100% í alla leiki. Það tók okkur smá tíma að komast í gang en við stefnum á úrslitakeppnina.“Vel mætt á alla leiki „Við erum í rauninni með alveg nýtt lið, erum með nýjan þjálfara og nýja leikmenn en bæjarfélagið hefur tekið okkur ótrúlega vel. Það eru 8.000 manns á öllum leikjum. Eigandinn sem á líka karlaliðið í bænum gerir allt fyrir okkur sem er eitthvað sem þekkist ekki alls staðar í kvennaboltanum,“ sagði Gunnhildur sem kann mjög vel við fjallaloftslagið. „Fjallið, umhverfið og náttúran. Þetta er allt saman frábært, bærinn er svolítið sérstakur en ég kann ótrúlega vel við mig í Utah.“ Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikur með Utah Royals og íslenska kvennalandsliðinu, segir að íslenska liðið sé vel stemmt og tilbúið í leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Sigur í kvöld þýðir að stelpurnar okkar verði í toppsætinu fyrir lokaumferðirnar tvær í haust en efsta liðið kemst beint inn á Heimsmeistaramótið 2019 sem fram fer í Frakklandi. Gunnhildur segir eftirvæntinguna mikla. „Það er alltaf gaman að koma til móts við liðið og við vitum hversu mikilvægur leikurinn er, við þurfum þrjú stig hér ef við ætlum okkur að komast inn á HM þannig að eftirvæntingin er mikil. Við erum keppnismanneskjur og við getum ekki hleypt karlalandsliðinu á HM og komist svo ekki sjálfar,“ sagði Gunnhildur hlæjandi og bætti við: „Við viljum auðvitað feta í þeirra fótspor, það er gaman að sjá hvað þjóðin fylkir sér á bak við þá og við finnum fyrir þessum meðbyr.“ Er þetta fjórða viðureign liðanna á stuttum tíma en Ísland hefur unnið alla þrjá leikina til þessa. Hafa þær skorað tólf mörk í þessum þremur leikjum og haldið markinu hreinu. Gunnhildur sagði erfitt að skoða Slóvenana. „Þetta er lið sem maður veit ekkert hvernig spilar fyrr en flautað er á. Þær eru orðnar öflugri og erfiðar viðfangs, þetta verður þolinmæðisverk en ef við spilum okkar leik tökum við þrjú stig. Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt í Slóveníu en náðum að brjóta þær niður og við erum undir það búnar ef það gerist aftur,“ sagði Gunnhildur en hún tók því fagnandi að vera með örlögin í eigin höndum. „Það er betra að hafa þetta í okkar höndum, þessi leikur er alveg jafn mikilvægur og leikirnir í september og við þurfum að mæta í hann af fagmennsku.“ Gunnhildi líður vel í NWSL-deildinni vestanhafs en hún segir að bandaríska deildin sé sú sterkasta sem hún hafi leikið í. „Mér líður mjög vel í Utah, þetta er skemmtileg deild og það eru öll lið mjög svipuð að getu þannig að þetta eru alltaf erfiðir leikir. Ég er mikil keppnismanneskja og vil þurfa að leggja 100% í alla leiki. Það tók okkur smá tíma að komast í gang en við stefnum á úrslitakeppnina.“Vel mætt á alla leiki „Við erum í rauninni með alveg nýtt lið, erum með nýjan þjálfara og nýja leikmenn en bæjarfélagið hefur tekið okkur ótrúlega vel. Það eru 8.000 manns á öllum leikjum. Eigandinn sem á líka karlaliðið í bænum gerir allt fyrir okkur sem er eitthvað sem þekkist ekki alls staðar í kvennaboltanum,“ sagði Gunnhildur sem kann mjög vel við fjallaloftslagið. „Fjallið, umhverfið og náttúran. Þetta er allt saman frábært, bærinn er svolítið sérstakur en ég kann ótrúlega vel við mig í Utah.“
Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Sjá meira