Móðurfélag Toys R' Us á Íslandi gjaldþrota Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 16:21 Top Toy rekur þrjár Toys R' Us verslanir á Íslandi. Fréttablaðið/ernir Móðurfélag leikfangaverslunarkeðjunnar Toys R' Us á Íslandi, hið danska Top Toy, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið hefur síðastliðinn mánuð unnið að endurskipulagningu með það fyrir augum að bjarga rekstrinum. Skandinavískir miðlar greina hins vegar frá því í dag að sú vinna hafi ekki borið jákvæðan ávöxt. Léleg jólaverslun hafi endanlega riðið fyrirtækinu að fullu. Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys R' Us á Smáratorgi, sagðist vera nýbúinn að heyra tíðindin þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir starfsmenn Toys R' Us á Íslandi ekki hafa borist neinar nánari fregnir um framtíð verslananna hér á landi. „Við vitum ekkert hvernig framhaldið verður,“ segir Sigurður og bætir við að því hafi ekki enn verið tekin formleg ákvörðun um að loka þremur verslunum Toys R' Us hér á landi.Norskir miðlar áætla þó að þar í landi verði öllum verslunum Toys R' Us lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi muni missa vinnuna. Reynt verði þó að halda einhverjum verslunum opnum til áramóta, svo að viðskiptavinir geti skipt jólagjöfum. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi mánaðar kom fram að Top Toy hefði í huggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Sem fyrr segir eru þrjár verslanir reknar undir merkjum Toys R' Us hér á landi - í Kringlunni, Smáratorgi og á Akureyri. Tengdar fréttir Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Ekki stendur til að loka verslunum Top-Toy á Íslandi. 3. desember 2018 11:19 Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. 14. mars 2018 13:30 Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Móðurfélag leikfangaverslunarkeðjunnar Toys R' Us á Íslandi, hið danska Top Toy, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið hefur síðastliðinn mánuð unnið að endurskipulagningu með það fyrir augum að bjarga rekstrinum. Skandinavískir miðlar greina hins vegar frá því í dag að sú vinna hafi ekki borið jákvæðan ávöxt. Léleg jólaverslun hafi endanlega riðið fyrirtækinu að fullu. Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys R' Us á Smáratorgi, sagðist vera nýbúinn að heyra tíðindin þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir starfsmenn Toys R' Us á Íslandi ekki hafa borist neinar nánari fregnir um framtíð verslananna hér á landi. „Við vitum ekkert hvernig framhaldið verður,“ segir Sigurður og bætir við að því hafi ekki enn verið tekin formleg ákvörðun um að loka þremur verslunum Toys R' Us hér á landi.Norskir miðlar áætla þó að þar í landi verði öllum verslunum Toys R' Us lokað á næstunni og 330 starfsmenn keðjunnar í Noregi muni missa vinnuna. Reynt verði þó að halda einhverjum verslunum opnum til áramóta, svo að viðskiptavinir geti skipt jólagjöfum. Rekstrarörðugleikar Toys R' Us hafa ratað reglulega í fréttirnar á síðustu mánuðum. Í upphafi mánaðar kom fram að Top Toy hefði í huggju að loka hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrr á árinu var auk þess greint frá því að öllum verslunum Toys R' Us í Bretlandi og Bandaríkjunum yrði lokað. Gríðarlegar skuldir eru sagðar hafa sligað fyrirtækið, auk þess sem Toys R' Us hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Sem fyrr segir eru þrjár verslanir reknar undir merkjum Toys R' Us hér á landi - í Kringlunni, Smáratorgi og á Akureyri.
Tengdar fréttir Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Ekki stendur til að loka verslunum Top-Toy á Íslandi. 3. desember 2018 11:19 Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. 14. mars 2018 13:30 Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Ekki stendur til að loka verslunum Top-Toy á Íslandi. 3. desember 2018 11:19
Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. 14. mars 2018 13:30
Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00