Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2018 12:30 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturninum í Kópavogi. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem skipaður var í febrúar og var falið að vinna hvítbók fyrir fjármálakerfið skilaði skýrslu sinni, hvítbókinni, í gær. Í hvítbókinni er meðal annars fjallað um eignarhald á bönkunum en núna eru tveir bankar, Landsbankinn og Íslandsbanki, að fullu í eigu ríkisins. Það að ríkið eigi tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í landinu er einsdæmi í vestrænum heimi. Í hvítbókinni segir að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland viðþátttöku almennings sé ákjósanlegasta fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum til framtíðar. „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Þrátt fyrir að ekki hafi borið á miklum áhuga erlendra banka á slíkum kaupum má ætla að innkoma erlends banka yrði mjög jákvæð fyrir íslenskan fjármálamarkað og því mikilvægt að láta á það reyna,“ segir í hvítbókinni. Samhliða væri ástæða til að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Lárus Blöndal formaður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um hvítbók fyrir fjármálakerfið.„Við erum fyrst og fremst að segja að það þarf að halda af stað í þessa vegferð og hefja undirbúning að sölu. Síðan auðvitað verða menn að meta það út frá pólitískum vilja og markaðsaðstæðum í hversu stórar aðgerðir er skynsamlegt að ráðast í. Við erum fyrst og fremst að segja að við erum komin á þann stað að við þurfum að fara að gera eitthvað og koma þessu verkefni í gang,“ segir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins sem vann hvítbókina. Samkvæmt núgildandi eigendastefnu ríkisins varðandi eignarhald á fjármálafyrirtækjum er stefnt að því að ríkissjóður haldi eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbókinni kemur fram að sex af hverjum tíu landsmönnum séu jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að ríkið haldið eftir hlut í viðskiptabanka til lengri tíma litið. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem skipaður var í febrúar og var falið að vinna hvítbók fyrir fjármálakerfið skilaði skýrslu sinni, hvítbókinni, í gær. Í hvítbókinni er meðal annars fjallað um eignarhald á bönkunum en núna eru tveir bankar, Landsbankinn og Íslandsbanki, að fullu í eigu ríkisins. Það að ríkið eigi tvo af þremur kerfislega mikilvægum bönkum í landinu er einsdæmi í vestrænum heimi. Í hvítbókinni segir að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland viðþátttöku almennings sé ákjósanlegasta fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum til framtíðar. „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Þrátt fyrir að ekki hafi borið á miklum áhuga erlendra banka á slíkum kaupum má ætla að innkoma erlends banka yrði mjög jákvæð fyrir íslenskan fjármálamarkað og því mikilvægt að láta á það reyna,“ segir í hvítbókinni. Samhliða væri ástæða til að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Lárus Blöndal formaður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um hvítbók fyrir fjármálakerfið.„Við erum fyrst og fremst að segja að það þarf að halda af stað í þessa vegferð og hefja undirbúning að sölu. Síðan auðvitað verða menn að meta það út frá pólitískum vilja og markaðsaðstæðum í hversu stórar aðgerðir er skynsamlegt að ráðast í. Við erum fyrst og fremst að segja að við erum komin á þann stað að við þurfum að fara að gera eitthvað og koma þessu verkefni í gang,“ segir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins sem vann hvítbókina. Samkvæmt núgildandi eigendastefnu ríkisins varðandi eignarhald á fjármálafyrirtækjum er stefnt að því að ríkissjóður haldi eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbókinni kemur fram að sex af hverjum tíu landsmönnum séu jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að ríkið haldið eftir hlut í viðskiptabanka til lengri tíma litið. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24
Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15