Íslendingar straujuðu kortin á netinu í nóvember Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2018 14:52 Verslun á netinu sækir á hefðbundnar verslanir. Fréttablaðið/Eyþór Í nóvembermánuði síðastliðnum jókst innlend kortavelta Íslendinga í netverslun um 15 prósent frá sama mánuði í fyrra. Velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun jókst um 5 prósent á sama tímabili. Svo segir í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. „Jólaverslun fer að töluverðum hluta fram í nóvember en með stórum verslunardögum að erlendri fyrirmynd færist jólaverslunin sífellt meira fram í þann mánuð. Hér er átt við hinn Bandarískættaða Svarta föstudag, kínverska dag einhleypra og netmánudaginn, en allir falla þessir dagar í nóvember,“ segir í tilkynningunni. Verðbólga á tímabilinu, samkvæmt Hagstofu Íslands, mældist 3,3 prósent sem að einhverju leyti útskýrir hærri kortaveltu í verslun. Raunaukningin er samkvæmt því um 1,6 prósent. Nokkuð dró úr kortaveltu Íslendinga í verslun á haustmánuðum og var samdráttur í októbermánuði til að mynda 4 prósent samanborið við október í fyrra en líkt og áður sagði var aukning í nóvember. Þetta kunni að benda til þess að neytendur haldi í auknu mæli í sér með jólainnkaupin fram að þessum stóru afsláttardögum. „Nóvember er mikill netverslunarmánuður en kortavelta í innlendri netverslun Íslendinga var rúmlega 81 prósent meiri í nóvember síðastliðnum samanborið við október á undan.“ Neytendur Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira
Í nóvembermánuði síðastliðnum jókst innlend kortavelta Íslendinga í netverslun um 15 prósent frá sama mánuði í fyrra. Velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun jókst um 5 prósent á sama tímabili. Svo segir í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. „Jólaverslun fer að töluverðum hluta fram í nóvember en með stórum verslunardögum að erlendri fyrirmynd færist jólaverslunin sífellt meira fram í þann mánuð. Hér er átt við hinn Bandarískættaða Svarta föstudag, kínverska dag einhleypra og netmánudaginn, en allir falla þessir dagar í nóvember,“ segir í tilkynningunni. Verðbólga á tímabilinu, samkvæmt Hagstofu Íslands, mældist 3,3 prósent sem að einhverju leyti útskýrir hærri kortaveltu í verslun. Raunaukningin er samkvæmt því um 1,6 prósent. Nokkuð dró úr kortaveltu Íslendinga í verslun á haustmánuðum og var samdráttur í októbermánuði til að mynda 4 prósent samanborið við október í fyrra en líkt og áður sagði var aukning í nóvember. Þetta kunni að benda til þess að neytendur haldi í auknu mæli í sér með jólainnkaupin fram að þessum stóru afsláttardögum. „Nóvember er mikill netverslunarmánuður en kortavelta í innlendri netverslun Íslendinga var rúmlega 81 prósent meiri í nóvember síðastliðnum samanborið við október á undan.“
Neytendur Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira