Golf

Jussi hættir sem afreksstjóri GSÍ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jussi Pitkänen
Jussi Pitkänen Mynd/golf.is/seth

Finninn Jussi Pitkänen hættir sem afreksstjóri Golfsambands Íslands í febrúar á næsta ári en hann hefur starfað í tæp tvö ár fyrir golfsambandið.

Frá þessu er greint á golf.is í dag.

Síðasta verkefni Jussi í starfi verður að fara með afrekskylfingum Íslands í æfingabúðir í byrjun janúar.

„Ég vil þakka kylfingum, þjálfurum, foreldrum og golfsamfélaginu á Íslandi fyrir að leyfa mér að vera hluti af starfinu síðustu tvö ár,“ sagði Jussi við golf.is.

„Ég fer með ekkert nema góðar minningar frá tímanum hér.“

Jussi tekur við starfi landsliðsþjálfara Finnlands eftir að hann hættir hjá GSÍ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.