Viðskipti innlent

Atlantsolía kaupir fimm stöðvar af Olís

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Atlantsolía rekur nú 24 sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu.
Atlantsolía rekur nú 24 sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu. Fréttablaðið/Anton Brink
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Atlantsolíu á fimm eldsneytisstöðvum af Olís á höfuðborgarsvæðinu. Samningur þess efnis var undirritaður 9. september síðastliðinn en beið samþykkis Samkeppniseftirlitsins.

Í tilkynningu frá Atlantsolíu segir að stöðvarnar sem um ræði séu við Háaleitisbraut 12, Knarrarvog 2, Kirkjustétt 2-6, Starengi 2 og Vallargrund 3. Í kaupunum fylgja meðal annars fasteignir, lóða- og aðstöðusamningar og tæki til afgreiðslu eldneytis.

Salan er hluti af skilmálum sem Samkeppniseftirlitið vegna samruna Olís og Haga. Þurfti hið sameinaða félag meðal annars að selja frá sér fimm eldsneytisstöðvar sem reknar voru undir merkjum Olís.

Í kjölfar kaupanna eru stöðvar Atlantsolíu orðnar 24 talsins, staðsettar bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.


Tengdar fréttir

Samruni Haga og Olís samþykktur

Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×