Formúla 1

Pabbinn keypti liðið og nú hefur sonurinn skrifað undir samning

Bragi Þórðarson skrifar
Lance Stroll, ökuþór.
Lance Stroll, ökuþór. vísir/getty

Hinn tvítugi Lance Stroll mun aka fyrir Force India liðið í Formúlu 1 á næsta ári en liðið staðfesti þetta um helgina.

Þetta hefur þó verið vitað í töluverðan tíma þar sem faðir hans, kanadíski milljarðamæringurinn Lawrence Stroll, keypti  liðið í sumar.

Fyrir vikið mun liðið skipta um nafn árið 2019 og mun það bera nafnið Racing Point.

Koma Lance Stroll til Racing Point þýðir að nú hafa öll 20 sætin í Formúlu 1 á næsta ári verið staðfest.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.