Viðskipti innlent

Kvika selur bréf í Sýn fyrir rúmlega 100 milljónir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Höfuðstöðvar Sýnar eru við Suðurlandsbraut.
Höfuðstöðvar Sýnar eru við Suðurlandsbraut. Fréttablaðið/ANton

Kvika banki seldi í morgun rúmlega 2,5 milljón hluti í Sýn. Miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er að ræða sölu upp á rúmlega 110 milljónir króna.

Viðskiptin voru flögguð í Kauphöllinni í morgun en fyrir daginn í dag átti Kvika 5,64 prósent hlut í Sýn. Eftir viðskiptin nemur hlutur Kviku í Sýn 4,76 prósentum, eða alls um 14,1 milljón hlutir.

Hlutabréfaverð í Sýn lækkaði töluvert í gær eftir að félagið sendi frá sér verri afkomuspá. Við lokun markaða í gær nam lækkunin um 9 prósentum.

Það sem af er þessum morgni hafa bréf í félaginu hins vegar hækkað lítillega - en þó ekki í nema 15 milljón króna viðskiptum og því ljóst að ekki er búið að færa Kviku-söluna formlega til bókar.

Áhrif sölunnar hafa því ekki enn komið fram í hlutabréfaverðinu.

Vísir er í eigu Sýnar


Tengdar fréttir

Sýn tekur dýfu í Kauphöllinni

Hlutabréf í fjarskiptafyrirtækinu Sýn hafa lækkað sem nemur 6,18 prósentustigum í 77 milljóna króna viðskiptum frá því markaðir opnuðu í morgun.

Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar

Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.