Tilkynnt um verðhækkanir hjá Sýn um mánaðamótin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. desember 2018 06:00 Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Sýnar. Töluverðar verðhækkanir urðu hjá Sýn hf. nú um mánaðamótin á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins. Hækkunin nemur allt að 30 prósentum. Hækkunin var tilkynnt viðskiptavinum með lítilli neðanmálsgrein á reikningum frá fyrirtækinu nú um mánaðamótin. Fréttablaðið spurðist fyrir um hækkanirnar í ljósi þess að í maí síðastliðnum tilkynnti Sýn hf. að viðskiptavinir væru að njóta góðs af samruna Vodafone og 365 með verðlækkunum á tiltekinni þjónustu. Nú virðist hins vegar sá ágóði í nokkrum tilfella og að hluta vera að ganga til baka. Hvað veldur? „Aukinn kostnaður vegna gengisáhrifa fyrir erlent endurvarp (fjölvarp) sem og annar erlendur efniskostnaður er helsta ástæða þessara verðbreytinga hjá okkur. Gengisáhrif ásamt öðrum aðföngum í rekstri hafa einnig áhrif á fjarskiptahluta félagsins og endurspegla hluta þeirra verðbreytinga einnig,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Sýnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann bendir þó á að þegar verðhækkanirnar nú séu skoðaðar hafi verðbreytingar félagsins í febrúar og maí síðastliðnum verið umtalsverðar og erfitt sé því að segja að ágóðinn sé að ganga til baka. „Ávinningurinn er áfram ótvíræður.“ Upplýsingar um hækkanirnar má finna á vefsíðunni stod2.is/tilkynningar. Þar má finna langan lista yfir verðhækkanirnar, en verðbreytingarnar eru á fimmta tug. Aðeins ein þeirra er til lækkunar. Breytingarnar ná til áskriftarpakka, sjónvarpsáskrifta, farsímaþjónustu, internetþjónustu, gagnamagns og aðgangsgjalda. Í fyrradag lækkuðu hlutabréf í Sýn hf. töluvert eftir að félagið birti afkomuviðvörun fyrir 2018 og 2019. Afkomuspáin fyrir 2018 var lækkuð um 150 milljónir króna en lækkunin var sögð skýrast af hærri kostnaði og lægri tekjum en búist var við.Vísir er í eigu Sýnar Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. 4. desember 2018 08:35 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Töluverðar verðhækkanir urðu hjá Sýn hf. nú um mánaðamótin á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins. Hækkunin nemur allt að 30 prósentum. Hækkunin var tilkynnt viðskiptavinum með lítilli neðanmálsgrein á reikningum frá fyrirtækinu nú um mánaðamótin. Fréttablaðið spurðist fyrir um hækkanirnar í ljósi þess að í maí síðastliðnum tilkynnti Sýn hf. að viðskiptavinir væru að njóta góðs af samruna Vodafone og 365 með verðlækkunum á tiltekinni þjónustu. Nú virðist hins vegar sá ágóði í nokkrum tilfella og að hluta vera að ganga til baka. Hvað veldur? „Aukinn kostnaður vegna gengisáhrifa fyrir erlent endurvarp (fjölvarp) sem og annar erlendur efniskostnaður er helsta ástæða þessara verðbreytinga hjá okkur. Gengisáhrif ásamt öðrum aðföngum í rekstri hafa einnig áhrif á fjarskiptahluta félagsins og endurspegla hluta þeirra verðbreytinga einnig,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Sýnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann bendir þó á að þegar verðhækkanirnar nú séu skoðaðar hafi verðbreytingar félagsins í febrúar og maí síðastliðnum verið umtalsverðar og erfitt sé því að segja að ágóðinn sé að ganga til baka. „Ávinningurinn er áfram ótvíræður.“ Upplýsingar um hækkanirnar má finna á vefsíðunni stod2.is/tilkynningar. Þar má finna langan lista yfir verðhækkanirnar, en verðbreytingarnar eru á fimmta tug. Aðeins ein þeirra er til lækkunar. Breytingarnar ná til áskriftarpakka, sjónvarpsáskrifta, farsímaþjónustu, internetþjónustu, gagnamagns og aðgangsgjalda. Í fyrradag lækkuðu hlutabréf í Sýn hf. töluvert eftir að félagið birti afkomuviðvörun fyrir 2018 og 2019. Afkomuspáin fyrir 2018 var lækkuð um 150 milljónir króna en lækkunin var sögð skýrast af hærri kostnaði og lægri tekjum en búist var við.Vísir er í eigu Sýnar
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. 4. desember 2018 08:35 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. 4. desember 2018 08:35