Handbolti

Sex marka tap hjá stelpunum gegn b-liði Noregs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Sif Pálsdótti var markahæst í íslenska liðinu í dag.
Arna Sif Pálsdótti var markahæst í íslenska liðinu í dag. vísir/ernir
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með sex mörkum, 29-23, í æfingaleik á móti b-liði Noregs í Nadderud Arena í Osló í dag.

Arna Sif Pálsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk en þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoruðu báðar fjögur mörk.

Íslensku stelpurnar áttu bæði mjög góða spretti og slæma kafla í þessum leik en norska liðið bæði byrjaði og endaði leikinn miklu betur.

Íslenska liðið byrjaði leikinn ekki vel því norsku stelpurnar skoruðu fimm fyrstu mörk leiksins og voru því komnar í 5-0 eftir aðeins sjö mínútur.

Arna Sif Pálsdóttir minnkaði muninn með tveimur mörkum í röð og íslensku stelpurnar jöfnuðu metin í 9-9 eftir fjögur mörk í röð.

Thea Imani Sturludóttir kom íslenska liðinu yfir í 11-10 rúmri mínútu fyrir hálfleik en norska liðið náði að jafna í 11-11 fyrir hálfleik.

Íslenska liðið var yfir í upphafi seinni hálfleiks (12-11 og 13-12) en þá kom mjög slæmur kafli sem norsku stelpurnar unnu 8-1 og komust sex mörkum yfir, 20-14.

Íslensku stelpurnar svöruðu með fimm mörkum í röð og minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 20-19.

Norska liðið var þó alltaf skrefinu á undan og gaf aftur í á lokasprettinum. Í lokin munaði sex mörkum á liðunum.

Þetta var annar leikur íslensku stelpnanna í ferðinni því liðið vann 30-24 sigur á Kína í fyrradag þar sem Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst með sjö mörk. Norska b-liðið vann síðan Kína 29-17 í gær.

Mörk íslenska liðsins í leiknum í dag:

Arna Sif Pálsdóttir 5

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4

Þórey Rósa Stefánsdóttir 4

Lovísa Thompson 3

Thea Imani Sturludóttir 2

Sigríður Hauksdóttir 2

Eva Björk Davíðsdóttir 1

Ragnheiður Júlíusdóttir 1

Díana Dögg Magnúsdóttir 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×