Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið gefur grænt ljós á kaupin á Ögurvík

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Anton Brink
Samkeppniseftirlitið tilkynnti HB Granda í dag að það „teldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar“ vegna kaupa félagsins á Ögurvík. „Þar með eru allir fyrirvarar vegna kaupanna fallnir niður,“ segir í tilkynningu sem HB Grandi sendi Kauphöllinni í dag.

Seljandi Ögurvíkur er Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem áður hét Brim, en það er stærsti hluthafi HB Granda. Fyrirhugað kaupverð eru 12,3 milljarðar en viðskiptin voru samþykkt á framhaldshlutahafafundi HB Granda í upphafi mánaðarins. Tillagan um kaupin var alls samþykkt með 95,8% atkvæða hluthafa sem sátu fundinn.

Á hluthafafundinum var minnisblað sem starfsmenn Kviku banka hf. tóku saman um kaupin kynnt. Töldu þeir að kaupin yrðu HB Granda hagfelld ef forsendur stjórnenda fyrirtækisins fyrir þeim væru raunhæf. Kaupverðið væri lægra en markaðsvirði eigna Ögurvíkur.

Kvika lagði hins vegar ekki mat á hvort að forsendur stjórnenda um samþættingu félaganna tveggja væru raunhæfar.


Tengdar fréttir

Hagnast um 900 milljónir við söluna

"Þetta eru skynsamleg kaup fyrir HB Granda,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, um kaup útgerðarinnar á Ögurvík af Brimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×