Vill úttekt á Íslandspósti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. nóvember 2018 06:30 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda VÍSIR/FA/HANNA Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) telur nauðsynlegt að unnin verði óháð úttekt á því hvernig samkeppnisrekstri Íslandspósts ohf. (ÍSP) hefur verið háttað. Undanfarin ár hefur fyrirtækið tapað hundruðum milljóna á lánveitingum til dótturfélaga. Samtímis hefur ÍSP lagt milljarða í fjárfestingar í tengslum við samkeppnisrekstur sinn. Fyrir þingi liggur beiðni ÍSP um 1,5 milljarða neyðarlán. Fyrir aðra umræðu um fjárlög lagði meirihluti fjárlaganefndar til að heimild til lánveitingarinnar yrði veitt en sú tillaga var dregin til baka áður en til atkvæðagreiðslu kom. Fyrir þriðju umræðu er til skoðunar hvort rétt sé að setja skilyrði fyrir lánveitingunni. Þær skýringar hafa verið gefnar á bágri fjárhagsstöðu ÍSP að samdrætti á einkaréttarbréfum samhliða auknum kostnaði af alþjónustu sé um að kenna. Lítið hefur verið vikið að fjármagni sem tapast hefur í rekstri dótturfélaga eða kostnaði sem hlotist hefur af fjárfestingum á sviði vörudreifingar. Fjárlaganefnd óskaði eftir sundurliðun á fjárfestingum árin 2016 og 2017 er sneru að samkeppnishluta rekstrarins. Þau svör fengust að fjárfestingar á árunum tveimur, sem samtals nema rúmlega milljarði, hafi að minnstum hluta verið vegna samkeppnisrekstrar. „Við höfum verið gagnrýnin á þetta mál. Okkur finnst nauðsynlegt að áður en Alþingi ákveður hvort þessir peningar verða lánaðir eða lagðir í fyrirtækið, því það er alls óvíst að hægt sé að greiða þá til baka, liggi fyrir hvernig ÍSP hefur hagað sér í samkeppnisrekstri og hve miklu fyrirtækið hefur tapað á þeim ævintýrum sínum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Áður hefur Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, sagt að til greina komi að gera slíka úttekt. Ef ráðist verður í úttekt yrði að fá utanaðkomandi aðila til verksins. Ólafur bendir á að Póst- og fjarskiptastofnun telji það ekki sitt hlutverk að rannsaka slíkt og þá er Ríkisendurskoðun vanhæf þar sem stofnunin endurskoði reikninga ÍSP. Þá liggi fyrir sátt Samkeppniseftirlitsins (SKE) og ÍSP frá síðasta ári um aðgerðir til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Í sáttinni viðurkenndi ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt af hálfu SKE en þurfti að breyta ýmsu í verklagi og nefnd var sett til að hafa eftirlit með sáttinni. Hana skipa þrír, einn tilnefndur af ÍSP og tveir óháðir. Annar þeirra óháðu sat á árunum 2014-2017 með Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra ÍSP, í stjórn Isavia og er nú varamaður í stjórn. „Það er mjög áleitin spurning hvort eigendastefnu ríkisins vegna opinberra hlutafélaga sé ekki ábótavant. Þar segir að stjórnir slíkra félaga skuli leitast við að efla samkeppni en stjórn ÍSP virðist misskilja það sem svo að fyrirtækið skuli fara í samkeppni við allt sem hreyfist,“ segir Ólafur og bendir á að fyrirtækið selji sælgæti, bækur og minjavöru, dótturfyrirtæki þess vinni að hugbúnaðargerð og annað sé í prentþjónustu. Þá sé fyrirtækið á fullu í frakt-, flutninga- og sendlaþjónustu. „Þetta er að okkar mati mjög vafasamt. Þessum mörkuðum er ágætlega sinnt af einkaaðilum. Ríkið, með alla sína forgjöf í formi einkaréttar eða skatttekna, á ekkert erindi þangað. Þarna þurfa stjórnvöld að draga línu í sandinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) telur nauðsynlegt að unnin verði óháð úttekt á því hvernig samkeppnisrekstri Íslandspósts ohf. (ÍSP) hefur verið háttað. Undanfarin ár hefur fyrirtækið tapað hundruðum milljóna á lánveitingum til dótturfélaga. Samtímis hefur ÍSP lagt milljarða í fjárfestingar í tengslum við samkeppnisrekstur sinn. Fyrir þingi liggur beiðni ÍSP um 1,5 milljarða neyðarlán. Fyrir aðra umræðu um fjárlög lagði meirihluti fjárlaganefndar til að heimild til lánveitingarinnar yrði veitt en sú tillaga var dregin til baka áður en til atkvæðagreiðslu kom. Fyrir þriðju umræðu er til skoðunar hvort rétt sé að setja skilyrði fyrir lánveitingunni. Þær skýringar hafa verið gefnar á bágri fjárhagsstöðu ÍSP að samdrætti á einkaréttarbréfum samhliða auknum kostnaði af alþjónustu sé um að kenna. Lítið hefur verið vikið að fjármagni sem tapast hefur í rekstri dótturfélaga eða kostnaði sem hlotist hefur af fjárfestingum á sviði vörudreifingar. Fjárlaganefnd óskaði eftir sundurliðun á fjárfestingum árin 2016 og 2017 er sneru að samkeppnishluta rekstrarins. Þau svör fengust að fjárfestingar á árunum tveimur, sem samtals nema rúmlega milljarði, hafi að minnstum hluta verið vegna samkeppnisrekstrar. „Við höfum verið gagnrýnin á þetta mál. Okkur finnst nauðsynlegt að áður en Alþingi ákveður hvort þessir peningar verða lánaðir eða lagðir í fyrirtækið, því það er alls óvíst að hægt sé að greiða þá til baka, liggi fyrir hvernig ÍSP hefur hagað sér í samkeppnisrekstri og hve miklu fyrirtækið hefur tapað á þeim ævintýrum sínum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Áður hefur Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, sagt að til greina komi að gera slíka úttekt. Ef ráðist verður í úttekt yrði að fá utanaðkomandi aðila til verksins. Ólafur bendir á að Póst- og fjarskiptastofnun telji það ekki sitt hlutverk að rannsaka slíkt og þá er Ríkisendurskoðun vanhæf þar sem stofnunin endurskoði reikninga ÍSP. Þá liggi fyrir sátt Samkeppniseftirlitsins (SKE) og ÍSP frá síðasta ári um aðgerðir til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Í sáttinni viðurkenndi ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt af hálfu SKE en þurfti að breyta ýmsu í verklagi og nefnd var sett til að hafa eftirlit með sáttinni. Hana skipa þrír, einn tilnefndur af ÍSP og tveir óháðir. Annar þeirra óháðu sat á árunum 2014-2017 með Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra ÍSP, í stjórn Isavia og er nú varamaður í stjórn. „Það er mjög áleitin spurning hvort eigendastefnu ríkisins vegna opinberra hlutafélaga sé ekki ábótavant. Þar segir að stjórnir slíkra félaga skuli leitast við að efla samkeppni en stjórn ÍSP virðist misskilja það sem svo að fyrirtækið skuli fara í samkeppni við allt sem hreyfist,“ segir Ólafur og bendir á að fyrirtækið selji sælgæti, bækur og minjavöru, dótturfyrirtæki þess vinni að hugbúnaðargerð og annað sé í prentþjónustu. Þá sé fyrirtækið á fullu í frakt-, flutninga- og sendlaþjónustu. „Þetta er að okkar mati mjög vafasamt. Þessum mörkuðum er ágætlega sinnt af einkaaðilum. Ríkið, með alla sína forgjöf í formi einkaréttar eða skatttekna, á ekkert erindi þangað. Þarna þurfa stjórnvöld að draga línu í sandinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00
Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15
Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30