Hvetur stjórnvöld til að jafna stöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendri samkeppni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 20:00 Katrín Júlíusdóttir hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki. Vísir/Baldur Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki í kjölfar þess að Þýski netbankinn N26 hyggst hefja starfsemi hér á landi. Netbankinn mun opna innan nokkur vikna hér á landi en öll samskipti við viðskiptavini fara fram í gegnum snjallsímaforrit. Bankinn er með starfsemi í 22 Evrópuríkjum og mun bjóða upp á tvær gerðir reikninga, annars vegar hefðbundinn reikning og hins vegar fyrirtækja reikning, sem báðir eru í evrum. Reikningarnir eru sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem millifærir reglulega peninga innan evrusvæðisins og eins og sagt er í tilkynningunni: Fyrir þá sem vilja njóta samkeppnishæfra kjara við greiðslukorta notkun sína erlendis. Katrín segir Samtök fjármálafyrirtækja auðvitað fagna allri samkeppni. „Við viljum í leiðinni hvetja íslensk stjórnvöld til að strauja í gegnum löggjöfina og í sem mestu mæli að jafna stöðu fyrirtækja sem eru með höfuðstöðvar sínar hér á Íslandi gagnvart þeim fyrirtækjum sem hafa heimilisfesti í öðrum löndum,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu er fjármálafyrirtækjum innan EES heimilt að veita þjónustu hér á landi á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki. Samkvæmt 31. gr. laganna er fjármálafyrirtækjum heimilt að stofnsetja hér útibú og samkvæmt 32. gr. laganna er fjármálafyrirtæki heimilt að veita þjónustu hér á landi án útibús en starfsemi bankans fer alfarið fram í Þýskalandi. „Við höfum aðeins séð í kortunum að svona lagað færi að aukast vegna breytinga á Evrópulöggjöf. Síðan líka vegna tækninnar og það býður bara upp á spennandi möguleika fyrir alla aðila. Við sjáum svo bara hvernig sú þróun verður,“ segir hún. Tengdar fréttir Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramót Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki í kjölfar þess að Þýski netbankinn N26 hyggst hefja starfsemi hér á landi. Netbankinn mun opna innan nokkur vikna hér á landi en öll samskipti við viðskiptavini fara fram í gegnum snjallsímaforrit. Bankinn er með starfsemi í 22 Evrópuríkjum og mun bjóða upp á tvær gerðir reikninga, annars vegar hefðbundinn reikning og hins vegar fyrirtækja reikning, sem báðir eru í evrum. Reikningarnir eru sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem millifærir reglulega peninga innan evrusvæðisins og eins og sagt er í tilkynningunni: Fyrir þá sem vilja njóta samkeppnishæfra kjara við greiðslukorta notkun sína erlendis. Katrín segir Samtök fjármálafyrirtækja auðvitað fagna allri samkeppni. „Við viljum í leiðinni hvetja íslensk stjórnvöld til að strauja í gegnum löggjöfina og í sem mestu mæli að jafna stöðu fyrirtækja sem eru með höfuðstöðvar sínar hér á Íslandi gagnvart þeim fyrirtækjum sem hafa heimilisfesti í öðrum löndum,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu er fjármálafyrirtækjum innan EES heimilt að veita þjónustu hér á landi á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki. Samkvæmt 31. gr. laganna er fjármálafyrirtækjum heimilt að stofnsetja hér útibú og samkvæmt 32. gr. laganna er fjármálafyrirtæki heimilt að veita þjónustu hér á landi án útibús en starfsemi bankans fer alfarið fram í Þýskalandi. „Við höfum aðeins séð í kortunum að svona lagað færi að aukast vegna breytinga á Evrópulöggjöf. Síðan líka vegna tækninnar og það býður bara upp á spennandi möguleika fyrir alla aðila. Við sjáum svo bara hvernig sú þróun verður,“ segir hún.
Tengdar fréttir Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramót Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramót Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:30
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent