Seinni bylgjan: Vanmetnustu landsliðsmenn Íslands Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 14:00 Hverjir komust á listann hjá Degi? S2 Sport Dagur Sigurðsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld og var hann fenginn til þess að taka saman topplista fyrrum liðsfélaga sinna í íslenska landsliðinu sem voru vanmetnir. Dagur á 215 A-landsleiki á baki fyrir Ísland og spilaði með fjölda frábærra landsliðsmanna. En hverjir fengu ekki þá viðurkenningu sem þeir áttu skilið eða hafa gleymst í umræðunni? Fyrstur á blað, í fimmta sæti listans, var Júlíus Jónasson. „Vanmetinn sem sóknarmaður. Hann var náttúrulega gríðarlega sterkur varnarmaður og allir muna eftir honum sem algjörum jaxl þar.“ „Ég man eftir leik sem var 1988 í Valsheimilinu á móti FH, þar var hann sko tekinn úr umferð þegar leikurinn byrjaði. Það var ekkert verið að bíða eftir fyrsta markinu, hann var tekinn úr umferð um leið en skoraði samt einhver 10 mörk.“ Í fjórða sæti er Halldór Ingólfsson. 40 landsleikir og 44 mörk í þeim, margfaldur Íslandsmeistari sem skein hvað skærast 2003. „Var fyrst og fremst frábær deildarspilari hérna heima en kom líka inn í landsliðið og það var frábært að spila með honum, boltinn flaut vel í gegnum hann.“ Þriðji var Gunnar Andrésson. „Frábær leikmaður báðu megin á vellinum, skotmaður með góðar fintur í báðar áttir og mikill leiðtogi.“ Björgvin Þór Björgvinsson með 53 landsleiki og 77 mörk situr í öðru sæti listans. „Einn af þessum Borisar drengjum. Allar hans hreyfingar voru mjög Boris-legar. Ótrúlega mikið akkúrat leikmaður sem fékk oft ekki að hrós sem hann átti skilið.“ Vanmetnasti leikmaðurinn sem Dagur Sigurðsson spilaði með á sínum langa landsliðsferli er Ingi Rafn Jónsson. „Ég held hann sé vanmetnasti handboltamaður sem Ísland hefur átt.“ „Hann spilaði með okkur í Val, var yfirleitt áttundi maðurinn og var yfirburðarmaður. Hann var algjör baráttuhundur og mikill sigurvegari. Honum var hent í öll verkefni og hann leysti allt.“ „Leikmaður sem lítið fór fyrir og fékk oft ekki þá athygli sem við hinir fengum.“ Yfirferð Dags yfir listann má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Topp 5 vanmetnir landsliðsmenn Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Dagur Sigurðsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld og var hann fenginn til þess að taka saman topplista fyrrum liðsfélaga sinna í íslenska landsliðinu sem voru vanmetnir. Dagur á 215 A-landsleiki á baki fyrir Ísland og spilaði með fjölda frábærra landsliðsmanna. En hverjir fengu ekki þá viðurkenningu sem þeir áttu skilið eða hafa gleymst í umræðunni? Fyrstur á blað, í fimmta sæti listans, var Júlíus Jónasson. „Vanmetinn sem sóknarmaður. Hann var náttúrulega gríðarlega sterkur varnarmaður og allir muna eftir honum sem algjörum jaxl þar.“ „Ég man eftir leik sem var 1988 í Valsheimilinu á móti FH, þar var hann sko tekinn úr umferð þegar leikurinn byrjaði. Það var ekkert verið að bíða eftir fyrsta markinu, hann var tekinn úr umferð um leið en skoraði samt einhver 10 mörk.“ Í fjórða sæti er Halldór Ingólfsson. 40 landsleikir og 44 mörk í þeim, margfaldur Íslandsmeistari sem skein hvað skærast 2003. „Var fyrst og fremst frábær deildarspilari hérna heima en kom líka inn í landsliðið og það var frábært að spila með honum, boltinn flaut vel í gegnum hann.“ Þriðji var Gunnar Andrésson. „Frábær leikmaður báðu megin á vellinum, skotmaður með góðar fintur í báðar áttir og mikill leiðtogi.“ Björgvin Þór Björgvinsson með 53 landsleiki og 77 mörk situr í öðru sæti listans. „Einn af þessum Borisar drengjum. Allar hans hreyfingar voru mjög Boris-legar. Ótrúlega mikið akkúrat leikmaður sem fékk oft ekki að hrós sem hann átti skilið.“ Vanmetnasti leikmaðurinn sem Dagur Sigurðsson spilaði með á sínum langa landsliðsferli er Ingi Rafn Jónsson. „Ég held hann sé vanmetnasti handboltamaður sem Ísland hefur átt.“ „Hann spilaði með okkur í Val, var yfirleitt áttundi maðurinn og var yfirburðarmaður. Hann var algjör baráttuhundur og mikill sigurvegari. Honum var hent í öll verkefni og hann leysti allt.“ „Leikmaður sem lítið fór fyrir og fékk oft ekki þá athygli sem við hinir fengum.“ Yfirferð Dags yfir listann má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Topp 5 vanmetnir landsliðsmenn
Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira