Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar Sveinn Arnarsson skrifar 16. nóvember 2018 07:00 Áform Voigt Travel sýna að þörf er á uppbyggingu við flugvöllinn á Akureyri að mati bæjarstjóra. Fréttablaðið/Pjetur Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel ætlar að bjóða flug til Akureyrar frá og með næsta sumri og hyggst einnig selja hollenskum ferðamönnum flugferðir þangað næsta vetur. Fréttir um að uppsetning ILS-búnaðar yrði lokið næsta sumar á Akureyrarflugvelli hafði mikil áhrif á ákvörðun ferðaskrifstofunnar. Framkvæmdastjóri Voigt Travel segir ferðamenn vilja sjá meira en bara Gullna hringinn. „Þessu fögnum við og þetta mun hafa jákvæð áhrif á allt Norðurland. Þessi áform endurspegla líka þörfina á uppbyggingu flugvallarins,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Við þurfum að dreifa ferðamönnum betur um landið með því að opna fleiri gáttir inn í landið, bæði til að nýta betur þá fjárfestingu sem til er í ferðaþjónustu vítt og breitt um landið auk þess að vernda viðkvæma íslenska náttúru.“ Ferðaskrifstofan Super Break á Bretlandseyjum er nú að hefja annan veturinn í áætlunarferðum til Akureyrar en vel hefur gengið hjá þeim að selja ferðir norður. Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn á Norðurlandi hafa leitt verkefnið og nú standa yfir viðræður við ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi um samstarf við Voigt Travel og þjónustu við farþega. Voigt Travel er ferðaskrifstofa í Hollandi með um þriggja áratuga reynslu af ferðum á norðurslóðir, þá helst til Skandinavíu. Nú er stefnan sett á að stækka svæðið og bjóða upp á Akureyri sem kost bæði að sumri og vetri. „Þó að þetta sé minna þekktur áfangastaður á hinu vinsæla Íslandi, þá þýðir það í raun að hann er meira aðlaðandi í augum ferðamannsins sem vill upplifa meira en Gullna hringinn. Slíkt passar mjög vel við stefnu Voigt Travel, því markmið okkar er að viðskiptavinir okkar kynnist betur hinum óþekktu svæðum í Norður-Evrópu með flugi beint frá Hollandi,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Ferðaþjónustuaðilar eru mjög ánægðir með þessa viðbót sem mun styrkja heilsársferðamennsku á Norðurlandi og dreifa ferðamönnum betur um landið. „Hér er afrakstur vinnu síðustu ára að koma í ljós. Það er ljóst að beint millilandaflug á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar hefur haft jákvæð áhrif á þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og vakið athygli fleiri ferðaskrifstofa og flugfélaga á áfangastaðnum,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel ætlar að bjóða flug til Akureyrar frá og með næsta sumri og hyggst einnig selja hollenskum ferðamönnum flugferðir þangað næsta vetur. Fréttir um að uppsetning ILS-búnaðar yrði lokið næsta sumar á Akureyrarflugvelli hafði mikil áhrif á ákvörðun ferðaskrifstofunnar. Framkvæmdastjóri Voigt Travel segir ferðamenn vilja sjá meira en bara Gullna hringinn. „Þessu fögnum við og þetta mun hafa jákvæð áhrif á allt Norðurland. Þessi áform endurspegla líka þörfina á uppbyggingu flugvallarins,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Við þurfum að dreifa ferðamönnum betur um landið með því að opna fleiri gáttir inn í landið, bæði til að nýta betur þá fjárfestingu sem til er í ferðaþjónustu vítt og breitt um landið auk þess að vernda viðkvæma íslenska náttúru.“ Ferðaskrifstofan Super Break á Bretlandseyjum er nú að hefja annan veturinn í áætlunarferðum til Akureyrar en vel hefur gengið hjá þeim að selja ferðir norður. Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn á Norðurlandi hafa leitt verkefnið og nú standa yfir viðræður við ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi um samstarf við Voigt Travel og þjónustu við farþega. Voigt Travel er ferðaskrifstofa í Hollandi með um þriggja áratuga reynslu af ferðum á norðurslóðir, þá helst til Skandinavíu. Nú er stefnan sett á að stækka svæðið og bjóða upp á Akureyri sem kost bæði að sumri og vetri. „Þó að þetta sé minna þekktur áfangastaður á hinu vinsæla Íslandi, þá þýðir það í raun að hann er meira aðlaðandi í augum ferðamannsins sem vill upplifa meira en Gullna hringinn. Slíkt passar mjög vel við stefnu Voigt Travel, því markmið okkar er að viðskiptavinir okkar kynnist betur hinum óþekktu svæðum í Norður-Evrópu með flugi beint frá Hollandi,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Ferðaþjónustuaðilar eru mjög ánægðir með þessa viðbót sem mun styrkja heilsársferðamennsku á Norðurlandi og dreifa ferðamönnum betur um landið. „Hér er afrakstur vinnu síðustu ára að koma í ljós. Það er ljóst að beint millilandaflug á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar hefur haft jákvæð áhrif á þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og vakið athygli fleiri ferðaskrifstofa og flugfélaga á áfangastaðnum,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira