Golf

Ekki unnið mót í 11 ár en leiðir eftir tvo hringi

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Howell er með þægilega forystu
Howell er með þægilega forystu Vísir/Getty

Charles Howell III leiðir eftir tvo hringi á RSM Classic mótinu, en það er hluti af PGA-mótaröðinni.

Howell hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á PGA-mótaröðinni en hann hefur ekki unnið mót síðan árið 2007.

Howell lék á 64 höggum, eða sex höggum undir pari og er hann á samtals 14 höggum undir pari eftir hringina tvo.

Næstu menn eru á 11 höggum undir pari og leiðir Howell því með þremur höggum.

Howell hefur verið á PGA-mótaröðinni síðan um aldarmótin en hann hefur unnið tvö mót síðan þá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.