Golf

Danny Willett vann lokamót Evrópumótaraðarinnar

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Danny Willett stóð uppi sem sigurvegar á lokamóti Evrópumótaraðarinnar
Danny Willett stóð uppi sem sigurvegar á lokamóti Evrópumótaraðarinnar Vísir/Getty

Englendingurinn Danny Willett bar sigur úr býtum á DP World Tour meistaramótinu en mótið var haldið í Dubai. Þetta var síðasta mót tímabilsins á Evrópumótaröðinni í golfi.

Willett lék á fjórum höggum undir pari á lokahringnum í dag og dugði það til sigurs en hann lék samtals á 18 höggum undir pari.

Næstir á eftir Willett voru þeir Matt Wallace og Patrick Reed, en þeir léku á 16 höggum undir pari.

Þetta var fyrsti sigur Willett síðan hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu árið 2016 en það er eitt af risamótunum í golfi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.