Golf

Molinari fullkomnar frábært golfár með sigri á Evrópumótaröðinni

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Molinari með glæsilegan verðlaunagrip sinn
Molinari með glæsilegan verðlaunagrip sinn Vísir/Getty

Francesco Molinari fullkomnaði frábært golfár sitt með því að standa uppi sem sigurvegari á Evrópumótaröðinni en mótaröðinni lauk í dag.

Molinari lék samtals á 6 höggum undir pari á DB World Tour meistaramótinu sem haldið var í Dubai og dugði það honum til þess að enda sem efsti maður á peningalista mótaraðarinnar.

Molinari þénaði um 6,1 milljón evra á tímabilinu en það var rúmlega einni og hálfri miljón evra en næsti maður á listanum, sem var Justin Rose.

Sigurvegari síðasta árs, Tommy Fleetwood var eini maðurinn sem gat náð Molinari en það tókst ekki. Fleetwood endaði í fjórða sæti peningalistans.

Fleetwood og Molinari mynduðu saman frábært teymi í Ryder bikarnum fyrr á þessu ári, og unnu alla sína leiki sem þeir léku saman. Molinari gerði enn betur og varð fyrsti Evrópumaðurinn til þess að vinna alla fimm leiki sína á mótinu, en Fleetwood tapaði lokaleik sínum.

Molinari fullkomnar því stórkostlegt golfár sitt með þessum titli. Ítalinn vann BMW PGA meistaramótið í maí á þessu ári, þar sem hann var í baráttu við Rory McIlroy og í júlí stóð hann uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu, sem er eitt af risamótunum í golfi. Það er hans eini sigur á risamóti til þessa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.