Hannes hættir sem forstjóri Air Atlanta Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. nóvember 2018 06:00 Hannes Hilmarsson. Hannes Hilmarsson lætur af störfum sem forstjóri flugfélagsins Air Atlanta um áramótin. Hann tekur við sem stjórnarformaður Air Atlanta og forstjóri Northern Lights Leasing, systurfélags Air Atlanta sem heldur utan um flugvélaflotann, til þess að móta stefnu um endurnýjun flotans. Hannes, sem hefur gegnt stöðu forstjóra Air Atlanta síðustu tólf ár, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en breytingar á yfirstjórn flugfélagsins voru kynntar starfsmönnum í gær. Baldvin Már Hermannsson tekur við keflinu af Hannesi og verður forstjóri Air Atlanta en hann hefur verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins í tíu ár. Sigurður Magnús Sigurðsson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en hann snýr aftur til Air Atlanta eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air. Þá lætur Stefán Eyjólfsson af störfum sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og tekur við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Northern Lights Leasing. Hannes segir að kaflaskil séu í uppbyggingu Air Atlanta. „Stóra myndin er að reksturinn er á mjög góðum stað en fram undan er nýr kafli sem felur í sér að eigendur og æðstu stjórnendur leggi meiri áherslu á uppbygginguna en yngri stjórnendur taki við daglegum rekstri,“ segir hann. „Sem stjórnarformaður mun ég áfram hafa yfirsýn yfir reksturinn en áherslurnar færast yfir í að móta stefnu um flugvélaflotann.“ Í flugvélaflotanum eru tólf Boeing 747-400-vélar og ein Airbus-340-300-vél sem félagið rekur fyrir hönd Air Madagascar en sem áður segir er flotinn undir hatti systurfélagsins Northern Lights Leasing. Hannes segir að nýr kafli feli í sér endurnýjun flotans á komandi árum. „Það er ekki aðkallandi að endurnýja flotann á þessu ári eða því næsta en við erum að horfa til þess að frá og með árinu 2020 byrji nýrri flugvélagerðir smám saman að koma í stað Boeing 747-vélanna. Endurnýjun á þessum skala krefst mikillar skipulagningar og fjárfestingar,“ segir Hannes. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hannes Hilmarsson lætur af störfum sem forstjóri flugfélagsins Air Atlanta um áramótin. Hann tekur við sem stjórnarformaður Air Atlanta og forstjóri Northern Lights Leasing, systurfélags Air Atlanta sem heldur utan um flugvélaflotann, til þess að móta stefnu um endurnýjun flotans. Hannes, sem hefur gegnt stöðu forstjóra Air Atlanta síðustu tólf ár, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en breytingar á yfirstjórn flugfélagsins voru kynntar starfsmönnum í gær. Baldvin Már Hermannsson tekur við keflinu af Hannesi og verður forstjóri Air Atlanta en hann hefur verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins í tíu ár. Sigurður Magnús Sigurðsson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en hann snýr aftur til Air Atlanta eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air. Þá lætur Stefán Eyjólfsson af störfum sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og tekur við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Northern Lights Leasing. Hannes segir að kaflaskil séu í uppbyggingu Air Atlanta. „Stóra myndin er að reksturinn er á mjög góðum stað en fram undan er nýr kafli sem felur í sér að eigendur og æðstu stjórnendur leggi meiri áherslu á uppbygginguna en yngri stjórnendur taki við daglegum rekstri,“ segir hann. „Sem stjórnarformaður mun ég áfram hafa yfirsýn yfir reksturinn en áherslurnar færast yfir í að móta stefnu um flugvélaflotann.“ Í flugvélaflotanum eru tólf Boeing 747-400-vélar og ein Airbus-340-300-vél sem félagið rekur fyrir hönd Air Madagascar en sem áður segir er flotinn undir hatti systurfélagsins Northern Lights Leasing. Hannes segir að nýr kafli feli í sér endurnýjun flotans á komandi árum. „Það er ekki aðkallandi að endurnýja flotann á þessu ári eða því næsta en við erum að horfa til þess að frá og með árinu 2020 byrji nýrri flugvélagerðir smám saman að koma í stað Boeing 747-vélanna. Endurnýjun á þessum skala krefst mikillar skipulagningar og fjárfestingar,“ segir Hannes.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28