Formúla 1

Formúla 1 í Víetnam árið 2020

Bragi Þórðarson skrifar
Hamilton mun líklega keyra um á götum Hanoi 2020.
Hamilton mun líklega keyra um á götum Hanoi 2020. vísir/getty

Ný Formúlu 1 braut verður frumsýnd í næstu viku í höfuðborg Víetnam, Hanoi. Stjórnvöld þar í landi hafa sýnt kappakstrinum stuðning en alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hefur ekki staðfest keppnina.

Kappaksturinn mun fara fram á götum Hanoi ef af verður. Íbúar borgarinnar eru mjög sáttir með að fá Formúluna heim til að auka ferðamannafjöldann.

Víetnam kappaksturinn yrði fyrsta nýja Formúlu 1 keppnin síðan að Liberty Media tóku við stjórn íþróttarinnar árið 2017.

Þá yrði keppnin sú þriðja til að vera haldin í suð-austur Asíu með Singapúr og Malasíu. Þó var hætt þátttöku í Malasíu í fyrra vegna dræmrar miðasöluAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.