Golf

Birgir Leifur áfram á lokaúrtökumótið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. getty

Birgir Leifur Hafþórsson mun spila á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann spilaði frábærlega á öðru stigi úrtökumótanna um helgina.

Birgir Leifur lék fjórða og síðasta hringinn í dag. Hringurinn var sá slakasti hjá Birgi til þessa, hann var aðeins á einu höggi undir pari.

Það kom þó ekki að sök því Birgir endaði jafn í 6. - 13. sæti mótsins á þrettán höggum undir pari.

Gert er ráð fyrir því að 20 efstu kylfingarnir á hverjum velli fari áfram á lokaúrtökumótið og því ljóst að Birgir Leifur fær þátttökurétt þar.

Annað stigið fer fram á fjórum völlum og Haraldur Franklín Magnús tók einnig þátt í því, en á öðrum velli en Birgir Leifur.

Haraldur var rétt fyrir utan tuttugu efstu fyrir lokahringinn í dag og þurfti því að eiga góðan hring til þess að komast á lokastigið. það tókst hins vegar ekki, hann átti sinn versta hring á mótinu.

Haraldur fór hringinn á þremur höggum yfir pari og endaði jafn í 37. sæti á fjórum höggum undir pari samanlagt. Hann fær því líklega ekki að keppa á lokastiginu.

Síðasta úrtökumótið þar sem 25 efstu tryggja sig inn á Evrópumótaröðina hefst 10. nóvember á Lumine vellinum á Spáni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.