Golf

Tiger upp fyrir Spieth á heimslistanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger hefur átt frábært ár.
Tiger hefur átt frábært ár. vísir/getty

Tiger Woods heldur áfram að klifra upp heimslistann í golfi og hann er nú kominn upp fyrir Jordan Spieth í fyrsta skipti í fjögur ár.

Tiger er nú í þrettánda sæti listans en Spieth féll niður í það fjórtánda. Þeir höfðu sætaskipti á listanum. Ákveðinn áfangi fyrir Tiger að komast upp fyrir Spieth.

Um síðustu áramót var Tiger í 656. sæti listans og árangur hans á þessu ári er hreint út sagt ótrúlegur. Annað eins klifur hefur ekki sést og hann er ekki hættur.

Brooks Koepka staldraði stutt við á toppi listans því þangað er Justin Rose mættur aftur. Koepka annar og Dustin Johnson í þriðja sæti.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.