Viðskipti innlent

Íslenskir lífeyrissjóðir selja bréf sín í Klakka

Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa
Klakki fer með 100 prósenta hlut í Lykli.
Klakki fer með 100 prósenta hlut í Lykli.

Íslenskir lífeyrissjóðir hafa að undan­förnu gengið frá sölu á stórum hluta bréfa sinna í Klakka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Fyrir söluna áttu lífeyrissjóðirnir, aðallega Birta, Gildi og LSE, samanlagt um sex prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu, sem heldur utan um allt hlutafé í Lykli, áður Lýsingu.

Tveir stjórnarmenn í Klakka, þar á meðal hæstaréttarlögmaðurinn Kristján B. Thorlacius, sem setið hefur í stjórninni í umboði lífeyris­sjóðanna, munu hætta í stjórn á hluthafafundi sem verður haldinn næsta mánudag, að því er heimildir Markaðarins herma. Í þeirra stað verður einn nýr stjórnarmaður kjörinn, studdur af bandaríska vogunarsjóðnum Davidson Kempn­er, langsamlega stærsta eiganda Klakka, en á fundinum verður stjórnarmönnum eignarhaldsfélagsins fækkað úr sex í fimm.

Markaðurinn greindi frá því í haust að vilji stærstu hluthafa Klakka stæði til þess að félagið ætti að óbreyttu hlutinn í Lykli til næstu ára eftir að viðræðum um kaup TM á eignaleigufyrirtækinu var slitið fyrr í sumar. Áformar Klakki að auka umsvif Lykils hér á landi og breikka vöruframboð félagsins. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.