Viðskipti innlent

Sigrún Björk nýr framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia

Atli Ísleifsson skrifar
Sigrún Björk Jakobsdóttir gegndi embætti bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2007 til 2009.
Sigrún Björk Jakobsdóttir gegndi embætti bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2007 til 2009. Mynd/Isavia/Kristján Kristjánsson

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia og hefur hún störf 4. desember.

Í tilkynningu frá Isavia segir að Sigrún Björk hafi víðtæka reynslu á sviði ferðaþjónustu og sveitarstjórnarmála. Hún gegndi embætti bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2007 til 2009, var hótelstjóri á Icelandair Hótel Akureyri 2011 til 2017 og síðan framkvæmdastjóri Sinnum heimaþjónustu.

Í starfinu felst yfirumsjón með rekstri og þróun flugvallakerfis utan Keflavíkurflugvallar. Kerfið samanstendur af tólf áætlunarflugvöllum og á fjórða tug annarra flugvalla og lendingarstaða.

Hún hefur meðal annars setið í stjórnum Samtaka ferðaþjónustunnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsnets, þar sem hún hefur verið stjórnarformaður.

Haft er eftir Sigrúnu Björk að innanlandsflugvellir á Íslandi séu gríðarlega mikilvægir innviðir fyrir samfélagið allt. „Rekstur þeirra skiptir afskaplega miklu fyrir fólk og ferðaþjónustu. […] Ég þekki vel í gegnum mín fyrri störf í sveitarstjórnarmálum og ferðaþjónustu að mörg og spennandi tækifæri liggja í innanlandsflugvallakerfinu sem hægt er að nýta mun betur. Þetta er krefjandi verkefni sem ég tek að mér og þakka ég það góða traust sem mér er sýnt með ráðningunni,“ segir Sigrún Björk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.