Auðvelt hjá City og Real Madrid │Öll úrslit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jesus fagnar þrennunni í kvöld.
Jesus fagnar þrennunni í kvöld. vísir/getty

Manchester City rótburstaði Shaktar Donetsk, 6-0, í leik liðanna á Etihad í kvöld. Gabriel Jesus var á skotskónum og skoraði þrjú mörk.

Veislan hófst snemma á Etihad því David Silva kom City yfir á 13. mínútu og ellefu mínútum síðar tvöfaldaði Gabriel Jesus forystuna af vítapunktinum eftir ótrúlegan vítaspyrnudóm.

Raheem Sterling skoraði þriðja markið á 49. mínútu og áður en yfir lauk bætti Gabriel Jesus við tveimur mörkum og Alsíringurinn Riyad Mahrez eitt. Lokatölur 6-0.

Í hinum leik riðilsins var mikil spenna þar sem Lyon og Hoffenheim gerðu 2-2 jafntefli. Lyon komst í 2-0 og Hoffenheim missti mann af velli en þeir náðu að skora tvö mörk og það síðari í uppbótartíma. Ótrúleg endurkoma.

City er á toppi riðilsins með níu stig, Lyon er með sex, Hoffenheim þrjú og Shaktar botninum með tvö. Allt opið í þessum riðli en City

Í E-riðlinum vann Bayern Munchen nokkuð þægilegan sigur á AEK Aþenu, 2-0, með tveimur mörkum frá Robert Lewandowski en sigurinn var síst of stór. Þeir þýsku óðu gjörsamlega í færum.

Ajax og Benfica gerðu svo 1-1 jafntefli sem gerir það að verkum að þeir þýsku eru á toppnum með tíu stig. Ajax er með átta stig, Benfica fjögur og AEK án stiga.

Real Madrid bauð til veislu í Tékklandi þar sem liðið rúllaði yfir Viktoria Plzen. Karim Benzema (2), Casemiro, Gareth Bale og Toni Kroos skoruðu mörk þeirra spænsku í kvöld.

Real er á toppi riðilsins með níu stig eftir tap í fyrsta leik riðilsins. Roma er einnig með níu stig en Íslendingaliðið CSKA Moskva er með fjögur og Plzen er á botninum með núll stig.

Öll úrslit dagsins:
E-riðill:
Bayern München - AEK Arena 2-0
Benfica - Ajax 1-1

F-riðill:
Lyon - Hoffenheim 2-2
Man. City - Shaktar 6-0

G-riðill:
CSKA Moskva - Roma 1-2
Viktoria Plzen - Real Madrid 0-5

H-riðill:
Valencia - Young Boys 3-1
Juventus - Man. Utd 1-2

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.