Golf

Guðrún Brá í toppsætinu á LET-móti í Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/Golfsamband Íslands

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2018, er að gera góða hluti á lokamóti LET Access mótaraðarinnar í golfi. Mótaröðin er næststerkasta atvinnumótaröðin í Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.
Mótið fer fram í Barcelona á Spáni hjá Real Club de Golf El Prat.

Guðrún Brá hefur leikið tvo fyrstu hringina á tveimur höggum undir pari og deilir eins og staðan er núna efsta sætinu með tveimur öðrum kylfingum eða þeim Emmu Nilsson og Anais Meyssonnier.

Guðrún Brá lék annan hringinn á pari en var á tveimur höggum undir pari í gær. Guðrún Brá fékk fjóra fugla og fjóra skolla í dag.

Alls hefur Guðrún Brá leikið á 11 mótum á LET Access mótaröðinni á þessu tímabili. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fimm þeirra og er hún í 71. sæti á peningalista mótaraðarinnar.

Guðrún Brá mun leika á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina í Marokkó 16.-20. desember. Hún komst í gegnum 1. stig úrtökumótsins sem lauk um s.l. helgi í Marokkó.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.