Viðskipti innlent

Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér

Gissur Sigurðsson skrifar
Eftirspurn eftir olíu er alla jafna minni á þessum tíma árs og því væri það fjarstæðukennt ef það myndi skila sér í lægra olíuverði.
Eftirspurn eftir olíu er alla jafna minni á þessum tíma árs og því væri það fjarstæðukennt ef það myndi skila sér í lægra olíuverði. Vísir/Vilhelm

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana.  

Áþekk lækkun hefur orð bæði vestanhafs og austan, en hversu mikið hefur olían lækkað? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bilfreiðaeigenda:

„Brent-hráolían hefur lækkað um 17 prósent það sem af er mánuðinum. Á móti kemur að gengi íslensku krónunnar hefur fallið á þessu sama tímabili gagnvart bandaríkjadal.“

Runólfur Ólafsson hjá FÍB segir tregðu til verðlækkana hér á landi til marks um að íslenskir bifreiðaeigendur búa enn við fákeppni á eldsneytismarkaði. Vísir/Björn

Runólfur segir að verðlækkana á olíu hafi gætt í Danmörku að undanförnu, sem nema um 6 til 7 íslenskum krónum á hvern lítra. Hins vegar hafa ekki sést neinar breytingar á olíuverði hér á landi ennþá.

Þó erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um það segir Runólfur að sérfræðingar telji jafnvel að lækkun síðustu daga kunni að vera nokkuð varanleg vegna birgðasöfnunar. „Við skulum alla vega vona að þetta sé komið til að vera,“ segir Runólfur.

Greiningaraðilar höfðu spáð að olíuverð myndi hækka á næstu misserum, ekki síst vegna þvingunaraðgerða sem til eru komnar vegna deilna Bandaríkjanna og Írans. „En svo virðist vera sem staðan á þessum stóru mörkuðum sé betri en menn áttu von á, þannig að það kemur á móti.“

Runólfur útilokar ekki að olíuverð kunni að lækka meira, ekki síst á næstu vikum þegar alla jafna er minni eftirspurn eftir olíu. Hann segist ekki skilja hvernig olíufyrirtæki hér á landi, sem telji sig vera í samkeppni, sjái ekki sóknarfæri nú þegar olíuverð hefur lækkað „til að brýna járnin,“ eins og Runólfur kemst að orði. „En þetta sýnir okkur að við búum við fákeppni líkt og áður hefur verið.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.