Handbolti

Sjö íslensk mörk í mikilvægum sigri Ribe-Esbjerg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar átti fínan leik í kvöld.
Rúnar átti fínan leik í kvöld. vísir/getty

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg vann afar mikilvægan sigur á Ringsted, 27-27, í botnbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 14-12, komu heimamenn í Ribe til baka í síðari hálfleik og unnu góðan tveggja marka sigur.

Rúnar Kárason skoraði fimm mörk úr tíu skotum auk þess að gefa tvær stoðsendingar en Gunnar Steinn Jónsson gerði tvö mörk. Hann gaf eina stoðsendingu.

Ribe-Esbjerg er nú komið upp í tíunda sæti deildarinnar en fyri leikinn var liðið í tólfta sætinu. Þeir færast fjær fallsætinu.

Arnar Birkir Hálfdánsson og félagar í SönderjyskE töpuðu með þremur mörkum, 30-27, fyrir botnliði Mors-Thy á heimavelli. SönderjyskE var einu marki yfir í hálfeik, 13-12.

Arnar Birkir átti flottan leik fyrir heimamenn en hann skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum. Að auki gaf hann þrjár stoðsendingar en SönderjyskE er í fjórða sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.