Handbolti

Ragnar öflugur í sigri og Oddur í toppbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í viðtali við Stöð 2 fyrr á árinu. Hann átti góðan leik í kvöld.
Ragnar í viðtali við Stöð 2 fyrr á árinu. Hann átti góðan leik í kvöld. vísir/ernir

Ragnar Jóhannsson skoraði fjögur mörk er Hüttenberg vann sigur á Ferndorf með minnsta mun, 26-25, í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Hüttenberg var tveimur mörkum yfir í hálfleik 12-10 en þeir voru svo komnir þremur mörkum yfir undir lok leiks áður en Ferndorf náði að minnka muninn í eitt mark.

Hüttenberg er um miðja deild en Aron Rafn Eðvarðsson var ekki í leikmannahópi HSV Hamburg vegna meiðsla. Hamburg tapaði með einu marki gegn Emsdetten, 30-29, en HSV er einnig um miðja deild.

Oddur Grétarsson skoraði eitt mark úr sínu eina skoti er Balingen vann tveggja marka sigur á Bayer Dormagen á útivelli, 27-25.

Balingen leiddi í hálfleik 12-10 en þeir eru í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir toppliðunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.